XXVI.

Líka sem snjór á sumri og regn á kornskurðartíma, svo heyrir og ekki fávísum manni [ heiður.

Svo sem fuglinn fer sinn veg og svalan í burt flýgur so skaðar ekki óforþént bölvan.

Hestum hæfir svipan og asnanum beislið og heimskum manni vöndur á bakið.

Svara þú ekki fávísum manni eftir heimsku sinni svo þú verðir ekki honum líkur.

Svara þú hinum heimska eftir heimsku sinni so hann látist ekki vera hygginn.

Hver hann útvegar sitt erindi fyrir einn heimskan sendiboða er líka sem fóthrumur maður sá eð skaða líður.

Líka sem kryplinginum dansferðin, svo hæfir þeim sem fávitur er frá vísdómi að segja. [

Hver eð heimskum manni heiður veitir, það er líka sem þá eð nokkur kastar gimsteini upp á gálgaklettinn.

Eitt spakmæli í munni heimskum manni er svo sem þá þyrniskvistur stingst í drukkins manns hönd.

Góður meistari gjörir einn hlut rétt en hver eð kaupir verk af hinum heimska það fordjarfast.

Svo sem hundurinn étur aftur sína spýju svo tvítekur heimskur maður sína heimsku. [

Þegar þú sér þann nokkurn sem hygginn [ þykist þá er betri von á heimskum heldur en á þeim hinum sama.

Sá hinn lati segir: „Þar er leónshvölpur á veginum og óargadýr á brautunum.“

Einn letingi veltist um í sænginni so sem hurð á hjörum.

Latur maður stingur hendinni í pottinn og það veitir honum þungt að hann beri hana að munninum. [

Einn letingi þykist hyggnari en sjö aðrir þeir sem lært hafa góða siðu.

Hver hann vefur sig í annars þrætum hann er líkur þeim sem hundinn dregur á eyrunum.

Líka sem sá er skaðlegur sem heimuglega skýtur og deyðir með pílum, svo gjörir prettvís maður við sinn náung og segir síðan: „Eg gjörða að [ gamni mér.“

Þegar eldsneyti þrýtur þá slokknar eldurinn og þegar í burt er hinn bakmálugi hætta deilurnar. [

Líka sem kolin glóðina og viðurinn eldinn, svo kveikir þrætusamur maður upp deilur.

Bakmálugs manns orð eru líka sem högg og þau ganga í gegnum mannsins hjarta.

Eitursmunnur og illt hjarta er so sem pottbrot hulið með silfurfargan.

Þegar hann gjörir rödd sína vingjarnlega so trú honum ekki því að sjö svívirðingar sitja í hans hjarta.

Hver hatri leynir svo hann gjörir skaða þess illska mun verða opinber í söfnuðinum.

Sá sem grefur gröfina fellur þar í og sá sem steininum veltir á þann kemur hann. [

Fölsk tunga hatar þann sem hana ávítar og hræsnismunnur kveikir upp fordjörfun.