X.

Og það skeði svo þar eftir að kóngur þeirra Amónsona andaðist og Hanón son hans tók kóngdóm eftir hann. [ Þá sagði Davíð: „Eg vil veita miskunn Hanón syni Nahas svo sem hans faðir veitti mér miskunn.“ Og hann sendi þangað og lét sína þénara hugga hans harm er hann bar eftir sinn föður.

En sem Davíðs þénarar komu nú í Amónsona land þá sögðu Amónsona höfðingjar til síns herra Hanón: [ „Hyggur þú að Davíð hafi sent huggendur hingað til sæmdar föður þínum? Hugsar þú ekki að heldur hafi hann sent sína þénara til þín að þeir njósni um borgina og skoði hvernin þeir megi hana vinna?“

Þá tók Hanón þénara Davíðs og lét raka hálft skeggið af þeim og sneiða hálfpart af þeirra klæðum ofan að þjóhnöppum og lét þá so fara. En sem þeir komu nú heim og Davíð frétti þetta þá sendi hann á móti þeim því að mennirnir voru skammarlega lýttir. Og kóngurinn lét segja þeim: „Verið í Jeríkó þar til að yðar skegg eru vaxin og komið svo heim aftur.“

En sem Amónsynir sáu það að þeir höfðu misboðið Davíð þá sendu þeir í Syriam og leigðu sér þaðan lið til styrks af húsi Rehób og af Sóba og þeir fengu tuttugu þúsund manns með fótganganda lið og þúsundruð manna af kónginum Maaka og af Ístób tólf þúsund manna. Þegar Davíð spyr þetta þá útsendi hann Jóab með allt sitt stríðsfólk. Amónsynir drógu út og bjuggust til bardaga utan fyrir sjálfu borgarhliðinu. En þeir Syri sem voru af Sóba, af Rehób, af Ístób og af Maaka fylktu þeirra liði sér í lagi á völlunum.

En sem Jóab sér nú það að honum er búinn bardagi bæði á bak og í fyrir þá útvaldi hann þá alla inu hraustustu hermenn í Ísrael og bjóst í móti þeim Syris. En fyrir það lið sem afgangs var setti hann sinn bróður Abísaí í mót Amónsonum og sagði: „Kunni so að ske að þeir Syri beri mig ofurmegni þá kom mér til hjálpar en ef Amónsynir verða þér yfirsterkir þá vil eg koma þér til hjálpar. Verum nú styrkvir og berjunst hraustlega fyrir vort fólk og fyrir Guðs vors borgir. Látti Drottinn ganga sem hann vill.“

Og Jóab fylkti sínu liði og réðst til bardaga á mót þeim Syris og þeir flýðu undan honum. [ En sem Amónsynir það sáu að þeir Syri héldu á flótta þá flúðu þeir og svo undan Abísaí og fóru í borgina. Eftir það sneri Jóab aftur frá þeim Amónsonum og kom heim til Jerúsalem.

Og þá þeir Syri sáu sig so slegna fyrir Ísrael þá safnast þeir saman. Og Hadadeser sendi út og dró að sér þá Syros sem voru á hina síðu vatsins og alla þeirra magt og Sóbak sem var hershöfðingi Hadadeser var settur fyrir þennan her.

En sem það fékk að vita Davíð þá safnaði hann öllum Ísrael til samans og fór yfir um Jórdan og kom til Helam. [ Og þeir Syri bjuggust til bardaga í móti Davíð. En Syri héldu á flótta fyrir Ísrael. Og Davíð sló af þeim Syris sjö hundruð vagna og fjörutígi þúsund riddaraliðs. Þar til með sló hann og Sóbak, þeirra höfuðsmann, svo hann féll þar. [ En þá þeir kóngar sem voru í liði með Hadadeser sáu sig yfirkomna og sigraða fyrir Ísrael þá gjörðu þeir sátt með Ísrael og urðu þeim undirgefnir. Og þeir af Syria þorðu ekki að veita fullting Amónsonum þaðan í frá.