XXII.

Og hann sýndi mér hreint vatsfall lifanda vats, so skært sem christallus, framfljótandi af stóli Guðs og lambsins mitt á hennar stræti. Og báðumegin vatsins stóð lífsins tré og það bar tólfháttaðan ávöxt og færði sinn ávöxt á sérhverjum mánaði og laufblöð trésins dugðu til beilsubótar heiðinna þjóða. Og þar man ekkert bölvanlegt meir vera og stóll Guðs og lambsins mun þar inni vera og hans þjónar munu honum þjóna og hans andlit sjá og hans nafn man í þeirra ennum vera. Og eigi mun þar nótt vera og eigi við þurfa nokkurar lýsingar eður ljóss sólar því að Guð Drottinn mun sjálfur lýsa þeim og þeir munu ríkja um aldir og að eilífu. [

Og hann sagði til mín: „Þessi orð eru traust og sönn. Og Drottinn Guð heilagra spámanna hefur sent sinn engil til að kunngjöra sínum þjónum hvað snarlega hlýtur að ske. Sjáið, eg kem snart. Sæll er sá sem varðveitir orðin spádómsins í þessari bók.“ Og eg em Jóhannes sem þetta séð og heyrt hefur. Og þá eg hafða það heyrt og séð féll eg fram að tilbiðja fyrir fætur engilsins þess mér sýndi þetta. Og hann sagði til mín: „Gæt að að þú gjör eigi þetta því að eg em þinn samþjón og þinna bræðra, spámannanna, og þeirra sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð.“

Og hann segir til mín: „Innsigla ekki orð spádómsins í þessari bók því að tíminn er í nánd. Hver skaðsamur er sá sé skaðsamur, hver óhreinn er sá sé óhreinn en hver réttvís er sá verði enn réttvísari og hver heilagur er sá verði enn heilagri. Og sjáðu, eg kem snarlega og mín verðlaun meður mér að eg gjaldi hverjum sem einum eftir sínum verkum. Eg em A og Ö, upphaf og endir, fyrstur og síðastur. Sælir eru þeir sem hans boðorð varðveita upp á það að þeirra magt sé á lífstrénu og um hliðin inngangi í borgina. Því að þar fyrir utan eru hundarnir, fjölkynngismenn og saurlifnaðar og manndráparar og skúrgoðadýrkendur og allir þeir sem elska og gjöra lygina.

Eg, Jesús, útsendi minn engil að hann vitnaði yður þetta í samkundunum. Eg em rót og kyn Davíðs, skær morgunstjarna.“ Og andinn og brúðurinm sögðu: „Kom.“ Og hver eð heyrir sá segi: „Kom.“ Og hver hann þyrstir sá komi og hver að vill sá meðtaki vatnið lífsins fyrir ekki.

En eg vitna öllum þeim sem heyra orð spádómsins þessarar bókar að ef einhver setur þar nokkuð til þá mun Guð til setja yfir hann allar plágur sem skrifaðar eru í þessari bók. [ Og ef einhver tekur þar nokkuð í frá út af orðum bókarinnar þessarar spásögu þá mun Guð afmá hans deild af lífsbókinni og af hinni heilögu borg og af því sem í þessari bók skrifað er. Þetta segir sá sem þessu ber vitni: „Já, eg kem snarlega.“ Amen. Já, kom þú Drottinn Jesús. Náð vors Drottins Jesú Christi sé með yður öllum. A M E N.

Endir hins nýja testamentis