CXXXI.

Sálmur í Davíðs í hákornum.

Drottinn, mitt hjarta er ekki hofmóðugt og mín augu eru ekki stærilát og eg geng ekki út í mikilsháttar efnum, þeim mér eru of há.

Ef að eg setta ei sálu mína og þaggaði hana þá yrði mín sála afvanin, líka sem sá eð frávaninn er sinni móður.

Ísrael voni upp á Drottin nú og allt héðan í frá að eilífu.