Og dætur Selafehað sonar Hefer, sonar Gíleað, sonar Maker, sonar Manasee, á meðal kynkvísla Manasses, sonar Jósef, með nafni Mahela, Nóa, Hagla, Milka og Tirsa komu og gengu fram fyrir Mósen og prestinn Eleasar og til höfuðsmannanna og til alls almúgans utan fyrir vitnisburðarin tjaldbúðardyrum og sögðu: „Faðir vor dó í eyðimörku og var ekki í selskap þess almúga sem reisti sig í móti Drottni í liði Kóra, heldur andaðist hann í synd sinni og átti öngva sonu. [ Því skal þá vors föðurs nafn undir lok líða í hans kynkvísl þó hann hafi öngvan son átt? Gef oss og nokkra eign á meðal vorra föðurbræðra.“

Móses flutti mál þeirra fyrir Drottin og Drottinn sagði til hans: „Selafehaðdætur hafa rétt talað. [ Þú skalt gefa þeim erfðagóss á meðal þeirra föðurbræðra og þú skalt láta þeirra föðurarf koma til þeirra. Og segðu Ísraelssonum: Þegar nokkur deyr og hefur ekki syni eftir þá skulu þann arf taka hans dætur. En hafi hann öngva dóttir þá skulu þér gefa hans bræðrum þann arf. Eigi hann ekki bræður þá skulu þér gefa þann arf hans föðurbræðrum. Hafi hann ekki föðurbræður þá skulu þér gefa hann hans einum skyldasta ættmanni so hann eignist hann. Þetta skal vera lögmál og réttur Ísraelissona sem Drottinn hefur bífalað Móse.“

Og Drottinn sagði til Mósen: „Gakk þú uppá þetta fjall Abarím og skoða landið það ég mun gefa Ísraelssonum. [ Og þá þú hefur séð það þá skaltu safnast til þíns fólks, líka sem þinn bróðir Aron er kominn, sökum þess að þið voruð mínum orðum óhlýðugir í þeirri eyðimörku Sín þann tíma að almúginn þráttaði þar þá þið skylduð helga mig fyrir þeim fyrir vatnið, það er Mótmælavatnið í Kades í eyðimörku Sín.“ Og Móses talaði við Drottin og sagði: „Drottinn sem er Guð alls lifandi holds, hann vildi setja einn mann yfir þenna almúga þann sem kann að ganga út og inn fyrir þeim og leiða þá út og inn so að Drottins söfnuður sé ekki líka sem sauðir þeir eð öngvan hirðir hafa.“

Og Drottinn sagði til Mósen: „Tak þú Jósúa son Nún til þín, þann mann í hverjum Andinn er, og gef honum bífalning og legg þínar hendur yfir hann og skikka hann fyrir prestinn Eleasar og fyrir allan almúgann og gef honum bífalning fyrir þeirra augum og legg þína dýrð yfir hann so að allur almúgi Ísraelssona veiti honum hlýðni. Og hann skal ganga fram fyrir prestinn Eleasar, hann skal ganga til frétta fyrir hann eftir [ ljóssins skikkan fyrir Drottin. Eftir hans boði skal bæði hann og allir Ísraelssynir með honum reisa út og inn og allur almúginn.“

Móses gjörði sem Drottinn hafði boðið honum og tók Jósúa og skikkaði hann fyrir prestinn Eleasar og fyrir allan almúgann og lagði sínar hendur yfir hann og bauð honum svo sem Drottinn hafði talað við Mósen.