V.

Og allir Ísraels kynþættir komu til fundar við Davíð í Hebron og sögðu: „Sjá þú, vér erum þín bein og þitt hold. Þar með og fyrrum þá Saul var kóngur yfir oss þá færðir þú Ísrael út og inn. So hefur og Drottinn sagt til þín: Þú skalt fæða mitt fólk og vera hertugi yfir Ísrael.“ Og allir öldungar og þeir inu elstu af Ísrael komu til kóngsins í Hebron. Og kóng Davíð gjörði eitt sáttmál við þá fyrir Drottni í Hebron og þeir smurðu Davíð til kóngs yfir Ísrael. [ Davíð var þrjátígi gamall þá hann tók kóngdóm og hann ríkti í fjörutígi ár. Hann ríkti sjö ár og sex mánuði yfir Júda en í Jerúsalem ríkti hann þrettán ár og tuttugu yfir allan Ísrael og Júda.

Og Davíð kóngur fór til Jerúsalem með sína menn á móti þeim Jebusiter sem bjuggu í landinu. En þeir sögðu til Davíðs: „Eigi skalt þú koma hér inn nema þú útrekir þá [ höltu og blindu.“ Það meintu þeir að Davíð skyldi ekki koma þar inn en Davíð yfirvann kastala Síon. Það heitir Davíðs borg. Og Davíð sagði á þeim sama degi: „Hver sem slær þá Jebusiter og getur náð upp á þakrennurnar og rekur burt þá halta og blinda hverja Davíðs önd hatar.“ Og því er það máltæki: „Lát hverki blinda né halta koma í húsið.“ Og Davíð bjó í kastalanum og kallaði það Davíðsborg. Og Davíð byggði þar allra vegna í kring frá milló og svo þar innan til. Og Davíð gekk fram og efldist að styrk og Drottinn Guð Sebaót var með honum.

Og Híram kóngur af Tyro sendi boð til Davíðs og sedrustré til þaks og trésmiði og steinhöggvara að þeir skyldu byggja Davíð eitt hús.

Og Davíð merkti að Drottinn hafði staðfest hann til kóngs yfir Ísrael og hafði upphafið hans konungsríki fyrir hans fólks Ísraels skuld. Og Davíð tók enn fleiri kvinnur og frillur í Jerúsalem síðan hann var kominn frá Hebron svo hann átti enn fleiri syni og dætur. Og þetta eru þeirra sona nöfn sem hann átti í Jerúsalem: Samúa, Sóbab, Natan, Salómon, Jibehar, Elísúa, Nefeg, Jafía, Elísama, Eljada, Elífalet.

En er Philistei heyrðu það að Davíð var smurður til kóngs yfir Ísrael þá fóru þeir allir upp og leituðu við að ná Davíð. En sem Davíð fornam það þá fór hann og dró ofan í eitt sterkt vígi. En Philistei komu og lögðu sig niður í dalnum Refaím. Þá spurði Davíð Drottin að og sagði: [ „Skal eg draga út í mót þeim Philisteis og vilt þú gefa þá í mínar hendur?“ En Drottinn svaraði Davíð: „Far ofan þangað, eg vil gefa Philisteos í þínar hendur.“ Og Davíð kom til Baal Prasím og sló þá þar og sagði: [ „Drottinn aðskildi mína óvini fyrir mér svo sem þá vötn skiljast hvert frá öðru.“ Þar af kalla menn þann sama stað Baal Prasím. Og sína afguði misstu þeir þar en Davíð og hans menn tóku þá upp.

En Philistei tóku sig upp aftur og fóru ofan í dalinn Refaím. En Davíð spurði Drottin að. Hann sagði: „Ekki skalt þú fara upp þangað heldur kom þú á bak við þá so þú komir til þeirra þvert yfir frá því mórbertrénu. [ Og þá þú heyrir þyt í mórberjaviðartoppönum þá fall þú yfir þá því að Drottinn er þá útgenginn fyrir þér að slá her þeirra Philistinorum.“ Davíð gjörði sem Drottinn bauð honum og sló Philisteos frá Gaba og þar til að komið er til Gaser.