Þú skalt halda eitt frelsunarár hvert sjöunda ár og það skal svo til ganga með því sama frelsunarárinu: [ Hver sem hefur lánað sínum náunga nokkuð þá skal hann gefa honum það kvitt og krefjast þess ekki af sínum náunga eður af sínum bróðir því að það kallast frelsunarár Drottins. Af einum framanda máttu það heimta en honum skalt þú gefa það kvitt sem er þinn bróðir.

Þar skal og enginn ölmösumaður vera á meðal yðar því að Drottinn mun velsigna þig í því landinu sem Drottinn Guð þinn gefur þér til arftöku að eignast. [ Þó so að þú alleinasta hlýðír raustinni Drottins Guðs þíns og haldir öll þessi boðorð sem ég býð þér í dag so að þú gjörir þar eftir. Því að Drottinn Guð þinn mun blessa þig so sem það hann hefur tilsagt þér. Þá muntu og lána mörgu fólki og þú skalt af öngvum lán taka. Þú munt drottna yfir mörgu fólki og enginn skal drottna yfir þér.

Ef nokkur af þínum bræðrum er fátækur í einhverjum stað í þínu landi sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér þá skalt þú ekki forherða þitt hjarta eður til lykja þína hönd þínum fátækum bróðir, heldur skaltu upplúka þinni hendi fyrir honum og lána honum eftir því sem hann hefur þörf til. [ Vara þig við því að þar sé nokkur [ Belíals þanki í þínu hjarta sem segir: „Þar líður snart að sjöunda árinu (sem að er eitt frelsunarár)“ og þú lítur ómiskunnsamlega til þíns fátæka bróðurs og gefur honum ekki par. Þá mun hann kalla yfir þér til Drottins og það mun verða þér að synd. Heldur þá skaltu gefa honum gjarnan og láta þínu hjarta ekki misþóknast það að þú gefur honum. Því að Drottinn Guð þinn mun þar fyrir blessa þig í öllum þínum gjörningum og í öllu því sem þú ásetur þér. Alla tíma þá munu þar fátækir vera í landinu, því býð ég þér og segi að þú skulir upplúka þinni hendi fyrir þínum bróður sem þörf líður og fátækur er í þínu landi.

Nær eð þinn bróðir, einn ebreskur maður eður ein ebresk kvinna, selur sig þér, þá skal hann þjóna þér í sex ár. Það sjöunda árið skaltu gefa hann frjálsan og lausan. [ Og nær eð þú gefur hann frjálsan þá skalt þú ekki láta hann ganga tómum höndum frá þér heldur þá skalt þú gefa honum af þínu sauðfé, af þinni kornhlöðu og af þinni vínþrúgu, að þú gefir af því sem Drottinn Guð þinn hefur blessað þig með. Og minnstu á það að þú hefur og verið einn þræll í Egyptalandi og að Drottinn Guð þinn hefur frelsað þig. Þar fyrir býð ég þér í dag þetta hið sama.

En segir hann þá til þín: „Ég vil ekki í burt fara frá þér því að mér er vel við þig og þitt heimkynni“ (með því að honum geðst þar vel að í hjá þér) þá tak einn prjón og sting í gegnum hans eyra upp við dyrnar og lát hann vera so þinn ævinlegan þjónustumann. Á sömu leið skaltu gjöra við þína þjónustukvinnu. Og lát það ekki þykja þér forþungt að þú gefir hann frjálslega lausan því að hann hefur þjónað þér í sex ár sem einn tvefaldur daglaunari. So mun Drottinn Guð þinn blessa þig í öllum þínum verkum.

Alla þá frumburði sem berast af þínum kúm og sauðfé sem er kallkyns þá skaltu helga Drottni Guði þínum. [ Þú skalt ekki plægja þinn akur með frumburði þíns uxa og ekki ullina rýja af frumburði þíns suðafjár, heldur skaltu neyta þeirra árlega árs fyrir Drottni Guði þínum, þú og þitt heimafólk, í þeim stað sem Drottinn útvelur. En ef það er vankað að nokkru so að það er halt eða blint eða hefur nokkurn annan löst á sér þá skalt þú ekki offra það Drottni Guði þínum, heldur skalt þú eta það innan þinna portdyra (hvert eð þú ert hreinn eður óhreinn) svo sem aðra hind eður einn hjört, þó svo að þú etir ekki blóðið af því heldur úthell því á jörðina líka sem öðru vatni.