IX.

Á þeim tólfta mánuði, sem er sá mánuður adar, á þeim þrettánda degi hvern kóngsins orð og skipan höfðu ákveðið að þar skyldi ske, á þeim sama degi þá óvinir Gyðinganna vonuðu að yfirfalla þá þá snerist það so að Gyðingarnir tóku að verða yfirsterkari sínum óvinum. [ Þá samansöfnuðust Gyðingarnir í þeirra borgum í öllum kóngs Assveri löndum að leggja hendur á þá sem þeim vildu vont. Og enginn þorði að standa þeim í mót því að þeirra ótti var kominn yfir allt fólkið. Og allir höfuðsmenn í landinu, höfðingjar og landstjórnarar og allir kóngsins embættismenn upphófu Gyðingana því ótti Mardokei féll yfir þá. Því að Mardokeus var nú orðinn megtugur í kóngsins garði og hans rykti barst út um öll lönd með því hann miklaðist daglega og varð meiri.

So slógu nú Gyðingarnir alla sína óvini með sverðsslagi, drápu þá og slógu þá í hel og gjörðu við óvini sína eftir sínum vilja. Og í höfuðborginni Súsan slógu Gyðingarnir fimm hundruð manns í hel og drápu þá. Hér með drápu þeir og so Parsandata, Dalfón, Aspata, Pórata, Adalja, Arídata, Parmasta, Aríssaí, Arídaí og Jaesata, þessa tíu sonu Aman sonar Medata, óvinar Gyðinganna. En þeir lögðu ekki sínar hendur á þeirra góss.

En á þeim sama tíma spurði kóngurinn hversu margt fólk að slegið var á Súsansloti. Og kóngurinn sagði til Ester drottningar: „Gyðingarnir hafa slegið fimm hundruð menn í hel og drepið á Súsansloti, og þá tíu sonu Aman. Hvað þenkir þú að þeir muni gjöra annars staðar í kóngsins löndum? Hvað vilt þú nú að þér veitist meira eða hvers biður þú enn framar meir?“

Ester svaraði: „Ef það þóknast kónginum þá leyfi hann Gyðingum að so sem þeir hafa gjört í dag so megi þeir gjöra og á morgun í Súsan, að þeir hengi upp á tré tíu sonu Aman.“ Og kóngurinn bauð að svo skyldi ske. Og þessi bífalning var uppslegin í Súsan og þeir tíu synir Aman voru hengdir. [ Og Gyðingarnir söfnuðust til samans í Súsan á þeim fjórtánda degi í mánuði adar og drápu þá enn þrjú hundruð manns í Súsan. En þeirra góss ræntu þeir ekki.

En þeir aðrir Gyðingar í kóngsins löndum komu til samans að verja líf sitt og að þeir mætti hafa frið fyrir sínum óvinum og þeir drápu af þeirra óvinum fimm og sjötígi þúsundir. [ En þeirra eignir létu þeir kyrrar. Það skeði á þeim þrettánda degi í mánuði adar. En þeir hvíldust á fjórtánda degi í sama mánuði og þann dag héldu þeir með gleði og gestaboðum. [ En þeir Gyðingar sem voru í Súsan voru komnir til samans bæði þann þrettánda og fjórtánda dag og hvíldust á þeim fimmtánda degi. Og þann dag héldu þeir með gleði og gestaboðum. Þar fyrir héldu þeir Gyðingar sem bjuggu í smástöðum og kauptúnum þann fjórtánda dag í adarmánuði gestaboð og gleðidaga og hver sendi öðrum skenkingar á þessum degi.

Og Mardokeus bréfsetti þessa gjörninga og sendi bréfin til allra Gyðinga sem voru í öllum kóngs Assveri löndum, bæði nærri og fjarri, að þeir skyldu meðtaka og halda þann fjórtánda og fimmtánda dag í mánuði adar ætíð á hverju ári á þeim dögum á hverjum Gyðingarnir höfðu fengið frið og rósemd fyrir sínum óvinum og eftir þeim mánuði á hverjum þeirra hörmung snerist til fagnaðar og þeirra sorg til gleðidaga, að þeir skyldu halda þá daga með gleði og gestaboðum og að senda hver öðrum gáfur og skenkingar og gefa þeim fátæku.

Og Gyðingarnir samtóku að gjöra það sem þeir höfðu uppbyrjað og það sem Mardokeus skrifaði þeim til, hvernin Aman son Madata Agagiter, óvinur allra Gyðinga, hafði huglagt að fyrirkoma öllum Gyðingum og lét kasta hlutum að hræða þá og fyrirkoma þeim, svo og hvernin að Ester gekk inn fyrir kónginn og hann bauð með bréfum að hans vonda uppsátur það hann hafði hugsað í móti Gyðingum snerist yfir hans eigið höfuð og hversu hann og hans synir með honum voru hengdir á gálga. Af þessu kölluðu þeir þessa daga Púrím af hlutfallsins nafni, eftir öllum orðum þessa bréfs og hvað þeir höfðu sjálfir séð og til þeirra kom.

Og Gyðingarnir uppsettu þetta og tóku það upp á sig og sitt afkvæmi og á alla þá sem sig gáfu til þeirra að þeir skyldu í öngvan máta yfirgefa að halda þessa tvo daga árlega eftir því sem þeir voru skrifaðir og staðfestir, að þessir tveir dagar skyldu ekki forgleymast heldur skyldu þeir haldast hjá þeirra barnabörnum og hjá öllum þeirra ættmönnum í öllum löndum og borgum. [ Þessir eru þeir dagar hverjir ekki skulu yfirtroðast á meðal Gyðingalýðs og að þeirra minning skal í öngvan máta niðurfalla hjá þeirra sæði.

Og Ester drottning, dóttir Abíhaíl, og Mardokeus Gyðingur skrifuðu mjög vandlega að staðfesta þetta annað bréf um púrím. Og þau sendu bréfin til allra Gyðinga um lönd Assveri kóngs, sem voru að tölu hundrað tuttugu og sjö, með orðum kærleiks og sannleika, að þeir skyldu staðfesta þessa daga púrím á sínum tilsettum tíma so sem Mardokeus Gyðingur hafði tilsett þeim og Ester drottning, so sem þeir höfðu undirbúið á þeirra sálir og þeirra sæði, að halda þessa gjörninga föstunnar og þeirra kalls. Og Ester bífalaði að staðfesta þessa gjörninga Púrím og að þeir skyldu skrifast í eina bók.