XXVIII.

Hver að steini upp í loft kastar, í höfuð á þeim dettur hann. Hver leynilega stingur særir sjálfan sig. Hver hann grefur gröfina sá fellur þar í sjálfur og hann fyrir annan snöruna leggur sá fangar sig sjálfan. Hver hann vill öðrum skaða gjöra þeim kemur hann sjálfum yfir hans háls svo að hann veit ekki hvaðan hann kemur.

Dramblátir menn hæða og spotta en hefndin umsitur þá so sem annað óargadýr.

Þeir sem fagna yfir óförum annarra manna réttferðugra þeir verða í snöru teknir, hjartans angur mun lúka þeim áður þeir deyja.

Reiði og grimmd eru svívirðilegar og óguðrækinn maður fremur það hverttveggja. [

Hver sín sjálfur hefnir á þeim mun Drottinn aftur hefna og honum einnin hans syndir varðveita. [

Fyrirgef þínum náunga það sem hann hefur misgjört við þig og bið þá, so mun þér og líka þínar syndir verða fyrirgefnar. [

Einn maður heldur reiðinni við annan og vill leita náðar hjá Drottni. Hann er ómiskunnsamur við sinn líka og vill biðja fyrir sínum syndum. Hann er ei nema hold og blóð og heldur heiftinni. Hver vill honum þá hans syndir fyrirgefa?

Hugsa þú um endann og láttu fjandskapinn sem að leitar dauðans og fordjörfunarinnar og blíf í boðorðunum. Minnstu á boðorðið og lát af hótaninni í gegn þínum náunga. Minnstu á sáttmála Hins hæðsta og fyrirgef fáviskuna. Haltu þig frá kífi, so verður séð við mörgum syndum. Því að heiftugur maður kveikir deilur og óguðrækinn maður sturlar góða vini og hvetur hvern í móts við annan þeirra sem hafa góðan frið.

Þegar mikill er eldiviðurinn þá verður þess meiri eldurinn og þegar menn eru megtugir verður því meiri reiðin og þegar menn eru ríkir verður reiðin þess heiftugri og þegar hatrið lengi helst so brennur það þess meir.

Sá gjarn er til að deila kveikir eld upp og sá þrætugjarn er úthellir blóði. [

Blásir þú á gneistann svo verður þar af mikill eldur en ef þú hrækir á gneistann þá slokknar hann og hverttveggja má koma af þínum munni.

Sauguvísir og illir falsmunnar eru bölvaðir því að þeir sturla marga þá sem hafa góðan frið. [

Ill tunga gjörir marga menn sundurþykka og rekur þá úr einu landi í annað. Hún brýtur niður sterkar borgir og ruglar höfðingsstéttunum. Vondur munnur burtrekur ærlegar [ konur og rænir þær öllu sem þær hefðu miklu kostað. Hver sem honum hlýðir hann hefur aldrei hvíld og kann hvergi í friði að vera.

Svipan gjörir benjar en ill tunga molar í sundur bein og alla hluti.

Margir hafa fallið fyrir sverðseggjum en hvergi nærri so margir sem fyrir vondri tungu.

Sæll er sá sem geymdur er fyrir vondri tungu og af henni er ókvalinn og eigi þarf hennar ok að bera og ekki er bundinn í hennar snörum. Því að hennar ok er járn og hennar snörur af eiri, hennar plága er beiskar en dauði og verri en helvíti.

En þann sem Guð óttast mun hann ekki undirleggja og ekki mun hann í hennar eldi brenna. Hver hann fyrirlætur Drottin sá mun þar í falla og þar inni brenna og það mun eigi slökkt verða. Það mun yfirfalla hann so sem león og uppeta so sem pardus. Þú girðir um þitt góss með þyrnum, hvar fyrir gjörir þú ekki heldur hurð og grind fyrir þinn munn? Þú vegur gull og silfur, hvar fyrir vegur þú ekki þín orð með gullvigtinni? Tak þér vara að þú þar fyrir ekki gliðnir og fallir fyrir þínum fjandmönnum sem þig umsitja.