S. Páls Pistill

Til Colossenses

I.

[ Páll Postuli Jesú Christi, fyrir Guðs vilja, og Timotheus Bróðir.

Þeim Heilögum til Colosenses, og þeim trúuðum Bræðrum í Christo.

Náð sé með yður og Friður, af Guði vorum Föður, og DROTTNI Jesú Christo.

Vér þökkum Guði og Föður vors DROTTINS Jesú Christi, og biðjum alla tíma fyrir yður, af því vér höfum heyrt af yðvari Trú á Jesúm Christum, og af Kærleiknum til allra Heilagra, Fyrir þeirrar vonar sakir sem yður er huguð a Himnum, af hverri þér hafið til forna heyrt, fyrir Kærleiksins orðið í Evangelio, það til yðar komið er so sem er um allan Heiminn, grær, og frjóvgast, so og einnen líka meðal yðar, allt í frá þeim degi er þér höfðuð það heyrt, og viðurkennduð Guðs Náð í sannleika, So sem þér lært hafið af Epaphra vorum kæra meðþénara, hver að er trúr [ þjónn Christi fyrir yður, sá oss einnen kunngjörði yðvarn Kærleika í Andanum.

Hvar fyrir vér einnen, allt í frá þeim degi, þá vér höfðum þeim heyrt, létu vér ei af fyrir yður að [ biðja og beiða, það þér uppfyllist meður viðurkenning hans vilja, í allsháttuðum andlegum Vísdómi og Skilningi, so að þér gangið DROTTNI verðuglegana, til allrar þóknunar, og séuð ávaxtarsamir í öllum góðum verkum, og vaxið í Guðs viðurkenningu, og styrkist í öllum krafti, eftir hans dýrðlegri makt, í allri þolinmæði og langlundargeði, með fögnuði, og þakkir gjörið Föðurnum sem oss hefur skapfelllega gjört til arfskiptis Heilagra, í Ljósinu.

Sá að oss hefur frelsað af yfirvaldi Myrkvanna, og hefur oss innsett í ríki síns elskulega sonar [ Á hverjum vér höfum endurlausnina, fyrir hans Blóð, sem er, Syndanna fyrirgefning. Sá sem að er ímynd ósýnilegs Guðs, hinn Frumgetni fyrir allar skepnur, Því að fyrir hann eru allir hlutir skapaðir, það á Himnum og á Jörðu er, hið sýnilega og ósýnilega, bæði Yfirkórar og Drottnanir, Höfðingja dómur og Valdstéttir, allt saman er það fyrir hann, og í honum skapað, og hann er fyrir öllum hlutum, og allir hlutir standast í honum.

Hann er Höfuð Líkamans, sem er Söfnuðurinn, hver að er upphafið, og hinn Frumgetni, frá Dauðum, upp á það hann hafi í öllum hlutum fyrirgang. Því að það hefur so þakknæmt verið, að í honum skyldi öll fylling byggja, Og allir hlutir yrði fyrir hann forlíktir, til hans sjálfs, Hvert það er á Jörðu eður á Himnum, það með, að hann Friðinn gjörði, fyrir Blóðið á sínum Krossi, fyrir sjálfan sig.

Og yður, þér sem forðum daga voruð framandi, og Óvinir, fyrir Hugskotið í vondum verkum En nú hefur hann forlíkt yður meður Líkama síns holds, fyrir Dauðann. Upp á það hann gjörði yður heilaga og Óstraffanlega og Saklausa í sínu augliti, ef þér blífið annars í Trúnni grundvallaðir, staðfastir og óhræranlegir af Voninni þessa Evangeli, sem þér hafið heyrt, hvort Predikað er meðal allra skepna, sem undir Himnum er, Þess þénari eg Páll em vorðinn.

[ Eg gleð mig nú í mínum Harmkvælingum, þær eg líð fyrir yður, Og uppfylli á mínu Holdi, hvað að vantar á þær Harmkvælingar í Christo, fyrir hans Líkama, hver að er Söfnuðurinn, þess þénari eg em vorðinn eftir Guðlegu Predikunar embætti, sem mér er gefið meðal yðar, Að eg það Guðs Orð ríkuglega predika skal, sem er, leyndur Dómurinn, hver hulinn hefur verið, frá veraldar upphafi, og um ævi, En nú opinberaður er hans Heilögum, Hverjum Guð hefur viljað kunngjöra, hver að sé, sá dýrðlegi Ríkdómur þessa Leynda dóms meðal Heiðinna þjóða (hver að er Christur í yður) sem er vonin Dýrðarinnar, hvern vér boðum, áminnandi alla menn, og læranda alla menn í allsháttaðri Speki. Upp á það vér uppréttuðum hvern mann algjörðan í Christo Jesú, þar eg inni erfiða og stunda, eftir verkan þess sem í mér kröftuglega verkar.