S. Páls pistill

til Galatas

I.

Páll, einn apostuli, eigi af mönnum né heldur fyrir manninn heldur fyrir Jesúm Christum og Guð föður, sá hann upp vakti af dauða, og allir þeir bræður sem meður mér eru

Söfnuðinum í Galatia:

Náð sé með yður og friður af Guði föður og vorum Drottni Jesú Christo sem sjálfan sig hefur útgefið fyrir vorar syndir það hann frelsaði oss í frá þessari nálægri vondri veröld eftir Guðs vilja og vors föðurs, hverjum að sé dýrð um aldir alda. Amen.

Mig undrar það að þér létuð so snart snúa yður í frá þeim sem yður kallaði í náðina Christi upp á annað evangelium, sem þar er þó ekkert annað. Utan það að þar eru nokkrir sem yður villa og umsnúa vilja Christi evangelio. En þó að vér eða engill af himni prédikaði yður annað evangelium en það vér höfum prédikað yður, sá sé bölvaður. Svo sem vér sögðum nú í stað so segjum vér enn aftur að nýju: Það ef nokkur prédikar yður annað evangelium en að þér hafið meðtakið, sé sá bölvaður. Prédika eg nú það mönnum eða Guði til þjónustu? Eða þenki eg mönnum þekkur að vera? Því ef eg hefði hingað til mönnum þekkur verið þá væri eg ekki Christi þénari. [

En eg kunngjöri yður, kærir bræður, að það evangelium sem af mér er prédikað er ekki af mönnum. Því að eg hefi það af öngvum manni meðtekið né lært heldur fyrir opinberan Jesú Christi. Því að þér hafið vel heyrt mitt athæfi forðum daga í júðadómnum það eg ofsótti yfirmáta Guðs safnan og fram yfir marga mína jafningja í mínu kyni vandlætti eg yfirmáta um feðranna kenning.

En þá það þóknaðist Guði, sá mig hefur fráskilið í frá minnar móður kviði og kallað fyrir sína náð, það hann opinberaði í mér sinn son so að eg skyldi kunngjöra hann fyrir evangelium meðal heiðnna þjóða. [ Og jafnsnart fór eg til og ráðgaðist ei við hold og blóð. Og ei kom eg aftur í Jerúsalem til þeirra sem fyrir mér voru postular heldur fór eg burt í Arabiam og kom so aftur til Damasco. Eftir það að þrimur árum liðnum kom eg til Jerúsalem að sjá Petrum og eg dvaldist hjá honum um fimmtán daga. En annan af postulunum sá eg öngvan, nema Jacobum, bróður Drottins. Og það eg skrifa yður, sjáið, Guð veit það eg lýg ekki.

Eftir það kom eg í landsálfur Syrie og Silicie. [ En eg var ókenndur að yfirliti Christi söfnuðum í Judea. En þeir höfðu alleinasta heyrt það „sá oss áður til forna ofsótti hann prédikar nú trúna hverja hann áður niðurbraut.“ Og þeir vegsömuðu Guð yfir mér.