XXX.

En nú hlæja þeir að mér sem yngri eru en eg hverra feður eg hefða ei virst að setja hjá hundum minnar hjarðar, hverra styrkleik eg hélt einskis neytan, þeir eð ei gátu komist til fulls aldurs, þeir sem af hungri og vesöld einmana flýðu á eyðimörkina og voru nú nýlega fordjarfaðir og vesalir vorðnir, þeir eð upplokkuðu það netlugrasið hjá viðarrunninum og sú rótin einiberjatrésins var þeirra matur og nær eð þeir upprykktu þeim þá hlökkuðu þeir yfir því líka sem þjófur. Þeir bjuggu í hjá hræðilegum lækjum í þeim jarðarholunum og bjargskorunum. Á milli skógarunnanna kölluðu þeir og undir þeim klungurþyrnunum samansöfnuðust þeir. Börnin þeirra hinna fávísu og fyrirlitnu manna, þeir sem minnstuháttar voru í landinu. Nú er eg orðinn svo sem þeirra gamanleikar og hlýt að vera so sem þeirra skemmtan. Þeir hafa andstyggð á mér og taka að forðast mig mjög og þeir hirða ekki þó þeir hræki fyrir minni ásjónu. [ Þeir hafa útspennt mína sálu og gjört mig að öngvu og svipt beislinu frá mínu andliti. Þeir settu sig á móti mér við þann hægra veginn þar sem blómgaðist og í burt skúfuðu mínum fæti og gjörðu sér veg yfir um mig mér til fordjörfunar. Þeir niðurbrutu mína vegu og það var þeim svo auðvelt að gjöra mér skaða svo þeir þurftu þar öngrar hjálpar við. Þeir eru hér innfallnir líka sem í gegnum eitt vítt og mikið vinduga og eru hér innfallnir fylkingjalaust. Skelfingin sneri sér á móti mér og ofsótti mína dýrð sem annað sterkviðri og mitt gæfulán líka sem annað óðfluga ský. En nú úthellir sér mín sála yfir mig og sá útlegðartíminn hefur höndlað mig. Á nóttinni stingast mín bein í gegnum allavegana og þeir sem mig jaga leggja sig ekki að sofa. Fyrir margfaldleik kraftarins verð eg annars og öðruvís [ klæddur og þeir spenntu því að mér líka sem hálsmálinu míns kyrtils. Þeir hafa troðið mig niður í þrekkinn og jafnað mér við ösku og duft. Hrópa eg til þín þá svarar þú mér ekki, geng eg þar fram þá skeytir þú mér ekki. Þú ert mér nú umsnúinn í einn harðúðlegan og auðsýnir þína reiði á mér með þeim styrkleiknum handar þinnar. Þú lyftir mér upp og lætur mig fjúka á þeim vindinum og í sundursmelltir mér kröftulega. Því eg veit að þú munt ofurselja mig dauðanum, það sama er það tileinkaða húsið allra lifandra. Þó mun hann ekki útrétta sína hönd til [ beinahússins og þeir munu ekki háreysta upp fyrir hans fordjarfan. Eg grét á þeim hörmungartímanum og mín sál kenndi í brjósti um hinn fátæka. Eg vænti hins góða og nú kemur það hið vonda, eg vonaði eftir ljósinu en nú kemur myrkrið. Mín innyfli þau láta ei af að sjóða í mér, hörmungartíminn er yfir mig kominn. Eg geng fram dökkleitur en þó brennir sólin mig ekki, eg stend upp í safnaðinum og kalla. Eg er höggormsins bróðir og einn samfélagi strútsfuglsins. Mitt hörundsskinn er svart orðið á mér og mín bein eru af hita uppþornuð. Mín harpa er orðin einn sorgarsöngur og mín hljóðpípa einn hryggðargrátur.