Pistillinn hins heilaga Jude

I.

Júdas, þjón Jesú Christi en bróðir Jacobi

þeim kölluðum sem helgaðir eru í Guði föður og varðveittir í Jesú Christo: Miskunnsemi, friður og kærleiki Guðs margfaldist yður.

Hinir kærustu, með því eg hafða allan setning á yður að skrifa út af almennilegu voru hjálpræði virtist mér nauðsýnilegt með skrifi að áminna það þér yfir þeirri trú stríðið sem hinum heilögu er eitt sinn ofurgefin. Því að þar eru nokkrir menn þeir jafnframt inn hafa læðst, út af hverjum forðum tíð skrifað er til þessa dómsáfellis. Þeir eru ómildir og umvenda náð Guðs vors í munaðlífi og afneita Guði og vorn Drottni Jesú Christo, þeim einka drottnara.

En eg vil undirvísa yður að þér eitt sinn vitið það Drottinn þann tíð hann frelsaði fólkið af Egyptalandi að í annað sinn glataði hann þeim sem ekki trúðu. Líka einnin englana hverjir ekki geymdu þeirra höfðingjadóm heldur forlétu sitt heimili hefur hann varðveitt til dóms þess hins mikla dags undir ævinlegum böndum myrkursins. So sem einnin Sódóma og Gómorra og umliggjandi borgir er með sama hætti og þær úthórast höfðu og eftir [ öðru holdi gengnar eru og settar eru til eftirdæmis og þola kvöl eilífs elds. Slíkt hið sama eru einnin þessi draumfífl hverjir holdið saurga en herrastéttina forsmá og tignina hæða.

En Míkael, sá höfuðengill, þá hann við djöfulinn þráttaði og við hann talaði um líkama Moysi dirfðist hann ekki dómsatkvæði háðungarinnar á að fella heldur sagði hann: „Drottinn straffi þig.“ En þessir lasta þar þeir ekkert af vita. En hvað þeir af náttúru so sem önnur skynlaus dýr vita þa spilla þeir sjálfir þar inni. Vei þeim, því að þeir ganga veg Kains og falla í villudóm Balaams fyrir ávinnings sakir og fyrirfarast í mótmöglan Chore!

Þeir eru óþekktir, bramlandi sín af yðar ölmösu án ótta, fæðandi sig sjálfa. Þeir eru vatslaus ský sem af vindi um verða drifin. Þeir eru haustviður visinn, ófrjósöm tré, tvisvar dauðir og upprættir, grimmar sjávarbylgjur útlöðrandi sínar eiginlegar vansemdir, villar stjörnur hverjum að varðveitt er þokan myrkranna að eilífu.

En Enok, hinn sjöundi frá Adam, hefur einnin af þessum spáð og sagt: [ „Sjáið, Drottinn kemur með mörg þúsund heilagra dóm að halda yfir öllum og að straffa alla þá sem óguðlegir eru af öllum gjörðum sem þeir óguðlegir drýgðu og af öllu hörðu sem óguðlegir hafa í mót honum talað.

Þeir eru möglendur og átölusamir, eftir sínum girndum gangandi og þeirra munnur talar hrokyrði og þeir dást að manngreinarálitinu fyrir gagnsemdar sakir. En þér elskulegir, verið minnugir þeirra orða sem hér áður fyrri sögð hafa verið af postulum Drottins vors Jesú Christi það þeir sögðu yður að á síðustu tímum munu spottarar koma hverjir eftir sínum girndum ganga munu í óguðlegu líferni. [ Þeir eru hverjir tvídrægni gjöra, hverjir líkamlegir eru, þeir öngvan anda hafa.

En þér ástsamlegir, uppbyggið yður yfir yðra allra heilögustu trú fyrir heilagan anda og biðjið og varðveitið yður í Guðs kærleika. Og væntið þeirrar miskunnar Drottins vors Jesú Christi til eilífs lífs. Og haldið þennan mismun það þér sambarmið yður þessum en þá [ aðra fyrir hræðlu sakir hjálplega gjörið og rykkið þeim úr bálinu og að hatri hafið þann flekkaða holdsins kyrtil.

En þeim sem yður kann að varðveita utan vansa og að skikka fyrir augliti sinnar dýrðar óflekkaða meður fögnuði, þeim Guði sem alleina er vitur, vorum lausnara, sé dýrð og miklan og vald og magt, nú og um allar aldir að eilífu. Amen.