Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þetta er lögmálið yfir þeim líkþrá þá hann skal hreinsast. [ Hann skal koma til prestsins og presturinn skal ganga út af herbúðunum og skoða hvörnin það spitelskuteikn er læknað á þeim líkþrá. Og hann skal bjóða þeim sem hreinsast skal að taka upp tvo lifandi fugla sem hreinir eru og sedrustré og purpuraull og ísóp. Og hann skal bjóða að slátra öðrum fuglinum í einu leirkeri hjá einu rennanda vatni. Og hann skal taka þann lifanda fugl með sedrustrénu, purpuraullu og ísópó og drepa því í blóð þess sæfða fugls hjá því rennanda vatni og stökkva sjö sinnum yfir þann sem hreinsast skal af líkþránni og hreinsa hann so og láta þann lifanda fugl fljúga lausan í burt.

En sá sem hreinsaður er skal þvo sín klæði og raka allt sitt hár af og lauga sig í vatni, so er hann hreinn. Síðan gangi hann í herbúðirnar. Þó skal hann vera fyrir utan sitt tjald í sjö daga. Og þann sjöunda dag skal hann raka allt sitt hár af sínu höfði, skeggi og augnabrám, so að allt hans hár sé afrakað. Og hann skal þvo sín klæði og lauga sinn líkama í vatni, svo er hann hreinn.

Og á þeim áttunda degi skal hann taka tvö lömb án lýta og veturgamlan sauð vankalausan og þrjá tíunda parta hveitissarla til matoffurs, blandað með oleo, og einn [ lóg oleum. Síðan skal presturinn skikka þann sem hreinn er gjörður og þessa hluti fram fyrir Drottin, utan fyrir vitnisburðarbúðardyrunum. Og hann skal taka annað lamb og offra því til skuldoffurs með þeim lóg af viðsmjöri og skal veifa því fyrir Drottni og slátra síðan hinu lambinu þar sem vant er að slátra syndaoffrinu og brennifórninni, sem er á þeim helgum stað. Því að líka sem syndaoffrið heyrir prestinum til svo líka og skuldoffrið, því það er það allra helgasta.

Og presturinn skal taka af skuldoffursins blóði og strjúka því á þann hægra eyrnasnepil á þeim sem hreinn er orðinn og á hans hægra þumalfingur og á hans hægri þumaltá. Þar eftir skal hann taka viðsmjörið af sama lóg og láta það í sína (það er prestsins) vinstri hönd og drepa sínum fingri af sinni hægri hendi í oleum sem hann hefur í sinni vinstri hönd og stökkva með sínum fingri sjö sinnum af því viðsmjöri fyrir Drottni. En af því viðsmjöri sem hann hefur í sinni hendi eftir skal hann strjúka á hans hægra eyrnasnepil sem er orðinn hreinn og á hans hægra þumalfingur og á hans hægri þumaltá, ofan á skuldoffursins blóð. En það sem afgengur af því viðsmjöri í hans hendi, það skal hann láta uppá hans höfuð sm hreinn er orðinn og forlíka hann sem hreinn er orðinn fyrir Drottni. Og hann skal gjöra syndoffrið og forlíka hann sem hreinn er orðinn vegna hans óhreinleika. Og síðan skal hann slátra brennifórninni og skal offra henni á altarið með matoffrinu og forlíka hann og so er hann hreinn.

En sé hann fátækur og geti ekki útvegað so mikið með sinni hendi þá skal hann taka eitt lamb til eins skuldoffurs, til veifunar, og forlíka hann, og einn tíunda part hveitissarla, blandað með viðsmjöri, til matoffurs, og eirn lóg oleum og tvær turtildúfur eða tvo dúfuunga sem hann kann að útvega með sinni hendi, að eirn sé til syndaoffurs en annar til brennifórnar. [ Þetta skal hann bera til prestsins fyrir Drottin utan fyrir vitnisburðar búðardyrunum, þann áttunda dag eftir sem hann er orðinn hreinn.

Þá skal presturinn taka lambið til skuldoffursins og þann lóg oleum og skal veifa því öllu fyrir Drottni, og skal slátra lambinu til skuldoffursins og taka af sama skuldoffursins blóði og smyrja á hans hægra eyrnasnepil sem er orðinn hreinn og á hans hægra þumalfingur og á hans hægri þumaltá. Og hann skal láta af viðsmjöri í sína (það er prestsins) vinstri hönd og stökkva með sínum hægri handar fingri af því oleo sem er íhans vinstri hendi sjö sinnum fyrir Drottni.

En hann skal stökkva af því sem hann hefur eftir í sinni hendi á hans hægra eyrnasnepil sem hreinn er orðinn og á hans hægra þumalfingur og á hans hægri þumaltá, ofan á skuldoffursins blóð. En hvað sem þá eftir er af oleo í hans hendi, það skal hann láta uppá hans höfuð sem hreinn er orðinn til að forlíka hann fyrir Drottni. Síðan skal hann gjöra eitt syndaoffur af annarri turtildúfunni eða dúfuunganum so sem hans hönd kunni að útvega og eitt brennioffur af þeim öðrum með matoffrinu. Og presturinn skal so [ forlíka hann fyrir Drottni sem hreinn er orðinn. Þetta skal vera lögmálið um þann líkþrá sem ekki kann að útvega með sinni hendi það sem heyrir til hans hreinsunar.“

Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Þá þér komið inn í Kanaansland það sem ég vil gefa yður til eignar og ég sendi spitelskt teikn í nokkurt hús út í yðar eiginlegu landi, þá skal sá koma sem húsið á og ávísa prestinum og segja: Mér sýnist að þar sé komið spitelskt teikn inn í mitt hús. [ Síðan skal presturinn bjóða að þeir ryðji húsið áður en presturinn kemur þar inn að skoða teiknið so það verði ekki alltsaman óhreint sem í húsinu er. Því næst skal presturinn fara þar með og skoða húsið.

Og þá hann skoðar teiknið og formerkir að þar eru gular eða rauðar holur á veggnum í húsinu svo að það er djúpara til að sjá en veggurinn sjálfur, þá skal hann ganga út af dyrum hússins og byrgja húsið aftur í sjö daga. Og þá hann kemur aftur á þeim sjöunda degi og sér að teiknið hefur víðara inn étið sig á veggjunum í húsinu, þá skal hann skipa að brjóta þá steina út sem teiknið er á og kasta þeim út úr staðnum í einn óhreinan stað. Síðan skulu menn skafa húsið allt um kring innan til og kasta því kalki sem af er skafið út úr staðnum í eirn óhreinan stað og taka aðra steina og setja aftur í staðinn og so límkasta húsið aftur með öðru kalki.

En ef sama teikn kemur aftur og útbrýst í húsinu eftir það sem mann hefur niðurbrotið steinana og so límkastað húsið að nýju, þá skal presturinn fara þar inn. [ Og þá hann sér að það teiknið hefur víðara innétið sig, þá er þar sannlega ein fortærandi spitelska í húsinu og það er óhreint. Þar fyrir skal niðurbrjóta húsið, steina og tré og allt það kalk sem er í húsinu, og bera það út úr staðnum á eirn óhreinan stað. Og hvör sem gengur inn í það hús so lengi sem það er til lukt, sá sami er óhreinn til kvelds. En hver sem liggur eða etur þar inni, hann skal þvo sín klæði.

En ef presturinn, þá hann gengur þar inn, sér að teiknið hefur ekki étið sig út víðara í húsinu eftir það sem húsið var límkastað, þá skal hann dæma það hreint, því teiknið er læknað. So skal hann taka til syndoffurs fyrir húsið tvo fugla, sedrustré og purpuraull og ýsóp og skal slátra öðrum fuglinum í einu leirkeri hjá rennanda vatni og skal taka sedrustréð, purpuraullina og ýsópinn og þann lifanda fuglinn og drepa þessu í blóð hins sæfða fuglsins hjá því rennanda vatni og stökkva yfir húsið sjö sinnum. Og svo skal hann afleysa húsið með fuglsins blóði og með rennanda vatni, meður þeim lifanda fugli , með sedrustrénu, með ýsópó og með þeirri purpuraullu. Svo skal hann láta þann lifanda fugl út af staðnum fljúga frjálslega hvert hann vill í mörkina og forlíka húsið og so er það hreint.“

Þetta eru lögin um allsháttaða líkþrá og hennar teikn og um skurfu og um spitelsku á klæðunum og húsunum og um bólgur og vos og margháttaða litu, so menn megi vita nær nokkuð er hreint eður óhreint. Og þetta eru lögin um spitelskuna.