CXXXVII.

Við vötnin í Babýlon sátum vér og grétum þá eð vér minntunst á Síon.

Vorar hörpur hengdum vér upp á víðirinn þann sem þar var.

Því að þeir í sama stað skipuðu oss að syngja, þeir oss hertekna héldu, og glaðværum að vera í vorum harmkvælum: „Kæri, syngið oss einn lofsöng út af Síon!“

Hvernin skyldum vér lofsöng Drottins syngja út í ókunnu landi?

Gleymi eg þér, Jerúsalem, þá verði minni hægri hendi forgleymt. [

Mín tunga loði mér þá við góma ef eg minnist þín ekki, ef að eg læt ekki Jerúsalem vera mína æðstu gleði.

Drottinn, minnstu á sonu Edóm á degi Jerúsalem, þeir eð segja: „Afmáið, afmáið allt í grunn!“

Þú hin brotna dóttir Babýlon, vel verði þeim eð þér geldur líku líkt, eftir því sem þú hefur viður oss gjört.

Vel verði þeim sem taka þín smábörn og berja þau niður við stein. [