XXXI.

Sáttmála gjörða eg við mín augu að eg skyldi ekki horfa til neinnrar meyjar. En hvað gefur Guð hér ofan að mér í verðlaunin og hvað gefur sá Hinn almáttugi af hæðunum mér í arftöku? Skyldu ekki heldur hinir ranglátu hafa svoddan ólukku og einn illgjörðamaður að vera svo útrekinn? Sér hann ekki mína vegu og telur öll mín fótspor? Hefi eg nokkuð gengið í hégómanum eða hefur minn fótur gengið til svikræðisins? Vegi hann mig þá í réttum metaskálum og mun Guð formerkja mitt meinleysi. [ Hafi mín fótspor af veginum vikið og mitt hjarta mínum augum eftir fylgt og hafi þar nokkuð loðað við mínar hendur þá skal eg niður sá en einn annar skal það uppskera og mitt slekti skal þá upprætt verða.

Hafi mitt hjarta látið teygja sig til kvenna eða hafi eg í leynum staðið í húsdyrum míns náunga þá verði mín eiginkona af einum öðrum skömmuð og aðrir liggi með henni. Því það sama er einn glæpur og einn skammarlöstur fyrir dómaranum. Af því að það væri sá eldur sem allt uppeyddi til fordjörfunar og upprætti alla mína inntekt. Hafi eg fyrirlitið réttarfarið míns þjónustumanns eða þjónustukvinnu nær þau höfðu kærumál við mig, hvað vilda eg tilgjöra nær eð Guð tæki sig upp og hverju skylda eg svara þegar hann vitjar? Hefur hann ekki gjört hinn annan sem mig samtempraði í móðurkviði og hefur tilreitt lífið í honum eins líka svo? Hef eg sagt nei við bæn hins fátæka og lét eg ekkjunnar augu vanmættast? [ Hafi eg etið minn mat einsamall svo það hinir föðurlausu hafa ekki etið þar af? Því að eg hef auðsýnt mig so sem annan föður allt í frá mínum barndómi og þegar í frá minnar móður kviði hefi eg gjarnan huggun veitt.

Hefi eg séð nokkurn farast af fatleysi eða látið hinn fátæka ganga fatlausan? Hafa ekki hans síður velsignað mig þá eð þeim varð heitt af mínum lambareyfum? Hefi eg með minni hendi lagt á hinn föðurlausa á meðan eg sá í portdyrunum staðanna magt til að hjálpa? Þá í burt falli mín herðablöð frá axlabeinunum og minn handlegg bresti frá olboganum. Því að eg hræddunst Guð svo sem annan lukkubrest yfir mér og eg kunni ekki að bera hans byrðarþunga? Hafi eg sett gullið fyrir minn átrúnað og svo til gullhnöttsins sagt: Þú ert mitt traust? Hafi eg glatt mig út af því að eg hafða svo mikið góss og það mín hönd hefði útvegið allra handa? Hafi eg litið til [ ljóssins nær eð það skein skært eða til tunglsins nær eð það vel gekk? Hafi mitt hjarta látið tæla sig heimuglega so að minn munnur [ kyssti á mína hönd? Það sama er og ein misgjörð fyrir dómaranum því þar með hefða eg neitað Guði hér ofan að.

Hafi eg nokkuð glatt mmig þó að mínum óvin veitti illa og upphafið mig af því þó ógæfa kæmi yfir hann? Því að eg lét minn munn ekki syndgast í því það hann æskti hans sálu neinnri bölvan. Hafa þeir menn á mínu [ heimili ekki hlotið að segja: Guð hann gefi það að vér ekki seðjunst af hans kjöti? Hinn gestkomandi mátti ekki úti vera á náttartíma heldur lét eg mínar dyr upp fyrir þeim vegfarandi var. Hafi eg dulið mína hrekkvísi sem annar maður so eg niðurbyrgði minn misgjörning leynilega? Hafi eg látið hræða mig þann mikla mannfjölda og látið þá fyrirlitninguna fjandskaparins skelfa mig? Eg var kyrr og gekk ekki út af dyrunum.

Hver gefur mér einn þann sem mig vill heyra svo það Hinn almáttugi vildi heyra mína girnd og það einhver mætti mitt málefni útskrifa í eina bók? Þá vilda eg taka hann upp á mínar herðar og spenna hann í kringum mig sem annarri kórónu. Töluna minna fótspora skylda eg þá uppsegja og eg vilda framsegja honum það sem annar [ höfðingi. Ef að min jörð kallar á móti mér og hennar [ akurreinir gráta með henni, hafi eg etið hennar ávöxt óbetalað og þvingað so lífið akurverksmannanna, þá varxi mér illgresi í staðinn hveitis og klungurþyrnar fyrir bygg.

Orðin Job hafa enda.“