LVII.

Gyllini klenodium að syngja fyrir (þá hann tortýndist ekki) þá hann flýði fyrir Saul í hellirinn [

Miskunna þú mér, Guð, miskunna þú mér það á þig treystir sála mín og undir skugga þinna vængja hef eg mitt athvarf, þar til eð sú [ ógæfan er umliðin.

Eg kalla til Guðs hins hæsta, til þess Guðs hver eð á minni eymd gjörir einn enda.

Hann sendir af himnum ofan og hjálpar mér út af þeirri forsmán sem fóttroða mig. Sela. Guð hann sendir sína miskunn og sannleikstryggð.

Eg ligg með minni sálu meðal leóna, mannanna synir eru eldsins logi, þeirra tennur eru spjót og örvar og þeirra tungur hárhvöss sverð.

Upphef þig, Guð, yfir himnana og þína dýrð yfir alla veröldina.

Vélasnörur tilbúa þeir mínum fótsporum og niðurþrykkja minni sálu, þeir grafa gröf fyrir mér og falla sjálfir í. Sela.

Mitt hjarta er reiðubúið (Guð), mitt hjarta er reiðubúið það eg syngi og lof segi.

Rís upp, mín [ dýrð, rís upp, saltari og harpa, mjög árla vil eg upp rísa.

Drottinn, þér vil eg þakkir gjöra meðal fólksins, þér vil eg lof segja meðal þjóðanna.

Því að þín miskunnsemi er svo víð sem himinninn er og þinn sannleikur so víður sem skýin ganga.

Upphef þig, Guð, yfir himininn og þína dýrð yfir alla veröldina.