S. Lucas evangelium

I.

Af því að margir hafa stundað í lag að færa þær sagnir sem eru af þeim hlutum er á meðal vor hafa til borið og eftir því að þeir hafa oss í hendur fengið, sem í upphafi hafa sjálfir séð og þénarar orðsins höfðu verið, sýnist mér, af því að eg hefi og sjálfur gjörvallt numið af upphafi, að eg skrifaði þér innilega og skikkanlega til, minn góði Theophile, so að þú kynnir sannan grunn þeirra orða sem þér eru undirvísuð. [

Á dögum Herodis konungs í Judea var sá kennimaður er Zacharias er nefndur, af stéttum Abía, og hans húsfrú var af dætrum Aarons, sú er hét Elísabet. [ En þau voru bæði réttlát fyrir Guði og gengu í öllum boðorðum og réttlætingum Drottins óstraffanlega. Þau áttu ekki barn því að Elísabet var óbyrja og bæði þau voru öldruð.

En so bar til þá Zacharias átti að flytja prestlegt embætti fyrir Guði eftir tilskikkan sinnar stéttar og siðvenju kennimannsskaparins. [ Og er honum hlotnaðist að han skyldi veifa reykelsinu gekk hann inn í musteri Drottins og allur fólksfjöldinn var fyrir utan og baðst fyrir um reykelsisveifunartímann. En honum birtist þá engill Drottins standandi á hægra veg altarisins þess er reykelsið var yfirborið. Og Zacharias varð hræddur er hann sá hann og miklum ótta þá sló yfir hann.

En engillinn sagði til hans: [ „Óttast þú eigi, Zacharia, því að þín bæn er alheyrð. Og Elísabet eiginkona þín mun þér son fæða og hann skaltu Jóhannes að nafni kalla. Og það mun þér fögnuður og gleði og margir munu fagna af hans burðartíð því að hann mun verða mikill fyrir Guði. Vín og áfengan drykk mun hann eigi drekka og þegar frá móðurkviði mun hann uppfylldur verða af helgum anda. Og marga af sonum Ísraels mun hann snúa til Guðs Drottins sjálfra þeirra. [ Og hann mun fyrir honum fara í anda og krafti Elie að hann snúi hjörtum feðra til sona og vantrúuðum til kænsku réttlátra að tilbúa so Drottni algjört fólk.“

Og Zacharias sagði til engilsins: „Af hverju skal eg það vita? Því að eg em gamall og húsfrú mín er komin til ára sinna.“ Engillinn svaraði og sagði til hans: [ „Eg em Gabríel, sá er frammi fyrir Guði stendur, og eg em sendur að tala við þig og að boða þér þetta. Og sjá, að þú munt mállaus verða og ei talað geta allt til þess dags hvenær þetta mun fram koma fyrir því að þú trúðír ei mínum orðum þau er upp munu fyllast á sínum tíma.“ [

Fólkið beið og eftir Zacharia og undraðist hvað hann dvaldi í musterinu. En er hann gekk út gat hann eigi talað við þá. Og þeir þóttust þá vita að hann mundi sýn hafa séð í musterinu. Hann benti þeim og var mállaus.

Það skeði og þá er liðnir voru dagar hans embættis að hann gekk til síns heimkynnis. En eftir þá daga varð hans húsfrú Elísabet þunguð og leyndi á sér fimm mánuði og sagði: [ „Þannin gjörði Guð við mig á þeim dögum hann leit til mín þá eð hann vildi burt taka mitt hneyksli það eg bar á millum manna.“

En á hinum sétta mánuði var Gabríel engill sendur af Guði í þá borg í Galilea sem nefndist Naðsaret til þeirrar meyjar er föstnuð var þeim manni eð Jósef hét af húsi Davíðs. Og heiti meyjarinnar var María. Og engillinn gekk inn til hennar og sagði: „Heil sért þú náðarfulla, Drottinn er með þér. Blessuð ertu á meðal kvenna!“

En þá hún sá hann varð hún hrædd af hans orðum og hugleiddi að hvílík væri þessi kveðja. Og engillinn sagði til hennar: [ „Óttast þú eigi, María, því að þú fannt náð hjá Guði. Sjá, þú munt barn geta í kviði þínum og munt son fæða og hans nafn skalt þú Jesús kalla. Hann mun mikill verða og kallast sonur Hins hæðsta. Og Guð Drottinn mun gefa honum sæti síns föðurs Davíðs og hann mun ríkja yfir húsi Jakobs að eilífu, hans ríkis mun og enginn endi verða.“

Þá sagði María til engilsins: [ „Hvernin skal það ske af því eg hefi öngvan mann kennt?“ Engillinn svaraði og sagði til hennar: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæðsta mun umskyggja þig af því að það Hið helga sem af þér mun fæðast skal nefnast sonur Guðs. Og sjáðu, að Elísabet frændkona þín hefur og son getið í elli sinni og þessi er hennar sétti mánuður sem kölluð var óbyrja. Því að Guði er ekkert orð ómáttugt.“ En María sagði: „Sjá, eg em ambátt Drottins. Verði mér eftir orði þínu.“ Og engillinn veik frá henni.

En á þeim dögum stóð María upp og fór með flýti til fjallbyggða í borgina Júda og gekk inn í hús Zacharia og heilsaði Elísabet. Og það varð so þá eð Elísabet heyrði heilsun Maríu að barnið spratt upp í hennar kviði. [ Og Elísabet varð full af helgum anda, kallaði hárri röddu og sagði: [ „Blessuð ertu á meðal kvenna og blessaður er ávöxtur kviðar þíns! Og hvaðan kemur mér þetta eð móðir Drottins míns keimur til mín? Sjáðu, þá er rödd þinnar kveðju kom mér til eyrna spratt barnið upp af fagnaði í mínum kviði. Og sæl ertu sem trúðir því að það mun fullkomnast hvað þér var heitið af Drottni.“

Og María sagði: [ „Önd mín miklar Drottin og gleðst andi minn í Guði heilsugjafara mínum. Því að hann leit á læging ambáttar sinnar. Sjá, af því munu mig héðan af sæla segja allar ættir. Því að hann veitti mér mikið sá er voldugur er og hans nafn er heilagt. Og hans miskunnsemd er yfir kyni til kyns þeim er hann hræðast. Hann veitti mátt meður sinni hendi og dreifði dramblátum í fyrirhyggju síns hjarta. Volduga setti hann af stóli og upphafði lítilláta. Hungraða fyllti hann auðæfum og ríka lét hann fáfenga. Hann minntist miskunnar sinnar og meðtók sinn þjón Ísrael so sem hann talaði til feðra vorra, Abrahams og hans afsprengis, að eilífu.“ En María var hjá henni so nær sem þrjá mánuði og fór þar eftir aftur til síns heimkynnis.

En er tími var kominn að Elísabet skyldi fæða og hún fæddi son. [ Og er grannar hennar og náfrændur heyrðu að Drottinn hafði miklað miskunn sína við hana samglöddust þeir með henni.

Og það skeði að þeir komu á hinum átta degi að umskera sveininn og nefndu hann síns föðurs nafni, Zacharias. En móðir hans svaraði og sagði: „Öngvaneginn, heldur skal skal hann Jóhannes heita.“ Þeir sögðu til hennar: „Þar er þó enginn í þinni ætt sem heitir þessu nafni.“ En þeir bentu föður hans hvað hann vildi að hann héti. Og hann beiddist hnefaspjalds, skrifaði og sagði: „Heiti hann Jóhannes.“ Og þeir undruðust allir. Og jafnskjótt laukst upp hans munnur og tunga hans talaði, lofandi Guð. [ Og ótti kom yfir alla hans nágranna og um allar fjallbyggðir í Judea víðfrægðust öll þessi orð. Og allir þeir er það heyrðu settu það sér í hjarta og sögðu: „Hver grunar þig að þessi sveinn verði?“ Því að hönd Drottins var meður honum.

Og Zacharias faðir hans fylldist af helgum anda, spáði og sagði: [ „Blessaður sé Guð Drottinn Ísraels því að hann vitjaði og frelsan gjörði sínu fólki. Og hann uppreisti oss heilsuhorn í húsi þjóns síns Davíðs so sem hann hefir talað fyrir munn sinna heilagra spámanna, þeirra sem nú eru af heiminum. Hann frelsaði oss í frá óvinum vorum og af hendi allra þeirra sem oss hötuðu. Hann gjörði og miskunnsemd við feður vora og minntist á sinn heilagan sáttmála og á það særi er hann svór föður vorum Abraham, að hann gæfi oss það að vér leystir af hendi vorra óvina þjónuðum honum án ótta í heilagleik og réttlæti fyrir honum sjálfum alla daga vora. Og þú, sveinn, munt kallaður vera spámaður Hins hæðsta því að þú munt fyrir renna augliti Drottins að tilbúa hans vegu og að gefa hans fólki skilning heilsunnar til fyrirgefningar synda þeirra fyrir þá hjartgróna miskunn Guðs vors í hverri hann vitjaði vor, upprunnin af hæðum, að lýsa þeim sem í myrkrum og í dauðans skugga sitja, til að greiða fætur vora á friðargötu.“ [

En barnið vóx upp og styrktist í anda og var á eyðimörkum allt til þess dags er han skyldi auðsýnast fyrir Ísrael.