Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams og sagði til hans: „Abraham.“ Hann svaraði: „Hér em eg.“ Og hann sagði: „Tak þinn einkason Ísak þann þú elskar og far í burt í það landið Moría og fær hann þar í fórn til einnrar brennifórnar á einu því fjalli sem eg vil vísa þér.“ [

Abraham stóð upp snemma morguns og söðlaði sinn asna, tók með sér tvo af sínum þénurum og sinn son Ísak, klauf viðinn til brennioffursins, tók sig upp og ferðaðist til þess staðar sem Guð hafði boðið honum. [ Og á þeim þriðja degi upplyfti Abraham sínum augum og sá þann stað álengdar. Þá sagði hann til sinna þénara: „Bíðið hér með asnann en eg og sveinninn viljum fara þangað. Og þá við höfum lokið bæn okkar þá viljum við koma til ykkar aftur.“

Og Abraham tók fórnarviðinn og lagði hann uppá sinn son Ísak en hann bar eldinn og sverðið sér í höndum. Og þeir gengu tveir saman. Þá mælti Ísak við sinn föður Abraham: „Minn faðir.“ Abraham svaraði: „Hér em eg minn son.“ Og hann sagði: „Sjá þú, hér er eldurinn og viðurinn, en hvar er [ kvikindið til brennioffursins?“ Abraham svaraði: „Minn son, Guð mun sjá sér fyrir kvikindi til brennioffursins.“ Og þeir gengu tveir saman.

Og er þeir komu til þess staðar sem Guð hafði sagt honum þá byggði Abraham þar eitt altari og lagði viðinn þar á ofan og batt sinn son Ísak og lagði hann uppá altarið ofan á viðinn, rétti sína hönd út og greip sverðið og atlaði að höggva sinn son. [

Þá kallaði engill Drottins af himni til hans og sagði: „Abraham, Abraham.“ Hann svaraði: „Hér em eg.“ Og hann sagði: „Legg ekki þína hönd á sveininn og gjör honum ekkert. Því nú veit eg að þú óttast Guð að þú vægðir ekki þínum einkasyni fyrir mínar sakir.“ Þá upplyfti Abraham sínum augum og sá einn hrút fastan á hornunum á baki sér í einum klungurþyrni. Og hann gekk þangað og tók hrútinn og færði hann í fórn til brennioffurs í síns sonar stað. Og Abraham kallaði þann stað Drottinn sér. Þar fyrir er það máltæki til þessa dags: „Á því fjalli Drottinn sér.“

Og Guðs engill kallaði enn í annað sinni af himni og sagði: „Eg hefi svarið við mig sjálfan, segir Drottinn: Af því að þú gjörðir þennan hlut og vildir ei vægja þínum einkasyni þá mun eg blessa þig og margfalda þitt sæði líka sem stjörnur á himnum og so sem sand á sjávarströndu. Og þitt sæði skal eignast borgarhlið sinna óvina. [ Og í þínu sæði skulu allar þjóðir á jörðunni blessast. Því þú varst hlýðinn minni röddu.“ Og Abraham fór aftur til sinna þénara og þeir tóku sig upp og fóru í Bersaba, þar var byggð Abrahams.

Eftir þessa atburði skeði það so að Abraham var sagt að Milka hefði fætt hans bróður Nahor börn, sem er Ús þann frumgetna og Bús hans bróðir og Kemúel, af hverjum Syrí eru komnir, og Kesed og Hasó og Pildas og Jeðlaf og Batúel. [ En Batúel gat Rebekka. [ Þesi átta fæddi Milka Nahor Abrahams bróður. Og hans frilla hét Rehúma, hún fæddi og so Teba, Gahan, Tahas og Maaka.