Og það skeði so þá Ísak var orðinn gamall að aldri að honum glaptist sýn so að hann sá ekki. Hann kallaði þá sinn eldra son Esaú til sín og sagði til hans: „Minn son.“ Hann svaraði honum: „Hér er eg.“ Og hann sagði: „Þú sér að eg er orðinn gamall og veit ekki nær eg mun deyja, því tak nú þín veiðarfæri, þitt pílnakoffur og þinn boga og far út á mörkina og veið mér nokkuð villudýr, reið þú mér þar af fæðslu þá þú veist eg vil gjarnan hafa og ber mér hana inn hingað að eg megi eta þar af, so að mín sál megi blessa þig áður en eg andast.“ Rebekka heyrði þessi orð sem Ísak mælti til síns sonar Esaú. So gekk Esaú út á markina að veiða villudýrið so hann mætti færa það heim.

Þá mælti Rebekka til Jakobs síns sonar: „Sjá þú, eg heyrða þinn föður talanda við þinn bróður Esaú og sagði: „Ber hingað til mín af þinni veiði og tilreið mér fæðslu að eg eti þar af so að eg gefi þér blessan fyrir Drottni áður en eg andast.“ Svo hlýð nú, son minn, röddu minni so sem eg segi þér. Far þú til hjarðarinnar og haf hingað til mín tvö þau bestu kið so eg kunni að gjöra af þeim fæðslu þínum föður til handa, af hverri hann gjarna neytir. Þá fæðslu skaltu bera inn til þíns föðurs að hann eti þar af, so að hann blessi þig áður en hann andast.“

Jakob sagði til Rebekku sinnar móður: „Sjá, minn bróðir Esaú er loðinn, en eg er snöggur. Má vel ske að minn faðir þreifi á mér og honum þyki þá sem eg hafi viljað blekkja sig og færi þá bölvan yfir mig en ekki blessan.“ Þá sagði hans móðir til hans: „Sú bölvan komi yfir mig, son minn, hlýð þú aðeins minni rödu og far að sækja mér það sem eg hefi sagt.“

Hann gekk á burt, sótti kiðin og bar þau sinni móður. Og hún matbjó eina fæðslu þá sem hans faðir vildi gjarna hafa. Og hún tók þau bestu klæði Esaú, síns eldra sonar, þau sem hún hafði í geymslu hjá sér, og færði Jakob, sinn yngra son, í þau, en skinnið af kiðinu lét hún um hans hendur og þar sem hann var ber á hálsinum. Og fékk so Jakob, sínum syni, þær fæðslur sem hún hafði tilbúið og so brauð.

Og hann gekk inn til síns föðurs og sagði: „Minn faðir.“ Hann svaraði: „Hér er eg. Hver ertu, minn son?“ Jakob sagði til síns föðurs: „Eg er Esaú, þinn frumgetinn sonur. Eg hefi gjört það sem þú bífalaðir mér. Rís þú upp og sit og et af mínu villubráði, svo að þín sála megi blessa mig.“ Þá sagði Ísak til síns sonar: „Son minn, hverninn máttir þú finna það so snart?“ Hann svaraði: „Drottinn Guð þinn gjörði það að það rann svo skjótt í móti mér.“ Þá sagði Ísak til Jakobs: „Kom hingað, minn son, so eg megi þreifa á þér og reyna hvert að þú ert minn son Esaú elligar ei.“ Þá gekk Jakob að sínum föður Ísak. Og sem hann hafði þreifað á honum sagði hann: „Röddin er Jakobs rödd en hendurnar eru Esaú hendur.“ Og hann þekkti hann ekki því hans hendur voru loðnar so sem hendur Esaú, hans bróðurs. Og hann blessaði honum.

Og sagði til hans: „Hvort ert þú minn son Esaú?“ Hann svaraði: „Já, eg er hann.“ Þá sagði hann: „Fær mér þá hingað, minn son, og lát mig eta af þínu villubráði svo að mín sál blessi þig.“ Þá bar hann honum fæðslu og hann át. Hann bar honum og vín og hann drakk. Síðan sagði hans faðir Ísak til hans: „Kom hér, son minn , og kyss mig.“ Og hann gekk að honum og kyssti hann og sem hann kenndi ilminn af hans klæðum þá blessaði hann hann og sagði:

„Sjá, míns sonar ilmur er so sem ilmur af þeim akri hvern Drottinn hefur blessað. [ Guð efi þér dögg af himni og feiti jarðar og nægð korns og víns. Þjóðir skal þjóna þér og fólkið skal falla þér til fóta. Vertu einn herra yfir þínum bræðrum og börn þinnar móður skulu lúta þér. Bölvaður veri sá sem þér bölvar og blessaður sé sá sem þig blessar.“

Og sem Ísak hafði endað þessa blessan yfir Jakob og Jakob var sem naumast útgenginn frá sínum föður Ísak, þá kom Esaú hans bróðir heim frá sínum veiðiskap og hann tilreiddi fæðslur og bar þær inn til síns föðurs og sagði til hans: „Rís upp, minn faðir, og et af veiði þíns sonar so að þín önd megi blessa mér.“ Þá svaraði Ísak hans faðir: „Hver ert þú? Hann svaraði: „Eg er Esaú, þinn frumgetinn sonur.“ Ísak varð harla mjög felmtsfullur og sagði: „Hvað var það þá fyrir einn veiðimann sem mér færði fæðslur og eg át af þeim öllum áður þú komst og eg blessaði honum og hann mun vera blessaður.“

Og sem Esaú heyrði þessi síns föðurs orð þá grét hann með hárri röddu og varð mjög sorgfullur og sagði til síns föðurs: „Blessa þú mér og so, faðir minn.“ Hann svaraði: „Þinn bróðir kom með kænsku og tók í burt þína blessan.“ Þá sagði hann: „Réttilega er hans nafn Jakob því hann hefur nú í tvær reisur undir fótum troðið mig. [ Mína frumgetning tók hann burt og sjá, nú hefur hann í annað sinn og so tekið mína blessan.“ Og hann sagði: „Hefur þú þá ekki ætlað mér eftir neina blessan?“

Jakob svaraði og sagði til hans: „Eg hefi sett hann til eins herra yfir þig og alla hans bræður okaði eg undir hans þrældóm, eg hefi og séð honum fyrir korni og víni. Hvað skal eg nú gjöra þér, minn son?“ Esaú sagði til síns föðurs: „Hafðir þú ekki utan þá eina blessan, minn faðir? Blessa mig og so, minn faðir.“ Og hann upphóf sína raust og grét. Þá svaraði Ísak og sagði til hans: „Sjá þar, þú skalt hafa eitt feitt heimili á jörðunni og af döggu himinsins hér ofan að, af þínu sverði skaltu næra þig og þjóna muntu þínum bróður. Og það mun ske að þú munt vera einn herra og muntu slíta hans ok af þínum hálsi.“

Og Esaú varð reiður við Jakob sökum þeirrar blessanar sem hans faðir hafði blessað hann með og hann sagði í sínu hjarta: „Sú stund skal snarlega koma að minn faðir skal gráta, því eg vil slá Jakob minn bróður í hel.“ Og Rebekka fékk það að vita að Esaú hennar frumgetni son hafði so sagt. Því sendi hún í burt og lét kalla sinn yngsta son til sín og sagði til hans: „Sjá, þinn bróðir Esaú heitast við þig að hann vilji lífláta þig. Því heyr þú nú mín orð, minn son. Tak þig upp og flý til míns bróðurs Laban í Haran og vert um stund hjá honum, so lengi og þar til að sefast grimmd bróður þíns og þar til hans reiði stillist og það rennur af honum sem þú hefur honum í móti gjört. Síðan vil eg senda þér boð og hafa þig burt þaðan. Því skal eg missa ykkur báða á einum degi?“

Og Rebekka sagði Ísak: „Mér leiðist að lifa vegna þeirra Hets dætra. [ Ef að Jakob tekur sér eiginkonu af þeim Hets dætrum, þær sem eru með soddan hætti sem þessa lands dætur, eg vil þá ekki lengur lifa.“