XV.

Og Híram kóngurinn í Tyro sendi menn til Davíðs og sedrusviðu, múrmeistara og trésmiði að þeir skyldu byggja honum eitt hús. [ En Davíð merkti nú að Drottinn hafði staðfest hann til kóngs yfir Ísrael. Því hans ríki hófst upp sökum hans fólks Ísrael. Og Davíð tók sér enn fleiri kvinnur í Jerúsalem og gat fleiri syni og dætur. Og þeir sem honum fæddust í Jerúsalem hétu svo: [ Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon, Ebehar, Elísúa, Elífalet, Nóga, Nefeg, Jafía, Elísamma, Baeljada, Elífalet.

En sem Philistei heyrðu það að Davíð var smurður til kóngs yfir allan Ísrael drógu þeir allir upp og sóttu eftir Davíð. En sem Davíð heyrði það fór hann í móti þeim. En Philistei voru komnir og lágu í dalnum Rafaím. Davíð leitaði ráðs til Guðs og sagði: „Skal eg draga í móts við Philisteos og vilt þú, Drottinn, gefa þá í mínar hendur?“ En Drottinn svaraði honum: „Far upp. Eg hefi gefið þá í þínar hendur.“ Og sem þeir drógu upp til Baal Prasím þá sló Davíð þá þar og sagði: [ „Guð hefur í sundur dreift mínum óvinum fyrir mínar hendur svo sem þá vötn í sundurskiljast.“ Þar af kallaði hann þann sama stað Baal Prasím. Og þar létu þeir eftir sína afguði en Davíð bauð að brenna þá upp með eldi.

Philistei söfnuðust saman í annað sinn og lögðu sig niður í dalnum. En Davíð spurði enn Guð að. Guð svaraði honum: „Þú skalt ekki draga upp eftir þeim heldur umkring þú þá svo þú megir koma í móts við þá rétt fyrir frá mórbertrjánum. Og þegar þú heyrir að þýtur í efstu toppum á mórbertrjánum, far þá til bardaga því að Guð er þá útfarinn undan þér að slá her þeirra Philistinorum.“ Og Davíð gjörði sem Guð bauð honum og sló herbúðir Philistinorum frá Gíbeon inn til Gaser. [ Og Davíðs nafn víðfrægðist um öll lönd og Drottinn lét hans ótta koma yfir alla heiðingja.