LXIIII.

Eg mun minnast miskunnsemdar Drottins og so þeirrar lofsagnarinnar Drottins út í öllu því eð hann hefur gjört við oss og so þess hins mikla góða við það húsið Ísraels sem hann hefur þeim veitt fyrir sína miskunnsemi og mikla góðgirni. [

Því að hann sagði: Þeir eru mitt fólk, þau börn sem ekki eru fölsk, þar fyrir var hann og þeirra hjálpari.

Hver hann angraði þá, þá styggði hann einnin, og sá engillinn sem fyrir hans augsýn er hjálpaði þeim.

Hann frelsaði þá þar fyrir það hann elskaði þá og vægði þeim.

Hann tók þá upp og bar þá alla tíma þegar í frá fyrsta upphafi.

En þeir styggðu og til reiði reittu hans heilaga anda. Þar fyrir varð hann þeirra óvin og stríddi á móti þeim.

Og hann minntist aftur á þá umliðnu ævina, á Moysen sem var á meðal hans lýðs.

Hvar er nú hann sem í burt leiddi þá úr hafinu meður hirðirnum sinnar hjarðar?

Hvar er hann sem gaf sinn heilagan anda meðal þeirra, hver eð Moysen viður hægri hönd leiddi fyrir sinn dýrðarsamlegan armlegg,

hver eð í sundurskildi vötnin fyrir þeim upp á það að hann gjörði sér eitt eilíft nafn,

hann sem þá leiddi í gegnum djúpin og líka sem þá hesta eð ei detta í gegnum eyðimörkina, so sem þann fénað eð ofan gengur á sléttlendið, hvern eð andi Drottins framdrífur?

Líka so einnin hefur þú þitt fólk útleitt upp á það að þú gjörðir þér eitt dýrðarsamlegt nafn.

Sjáðu nú af himni ofan og líttu hingað af þínu heilögu dýrðarsamlegu tignarsæti.

Hvar er nú þín vandlæting, þín veldismagt? Þín mikla hjartgróin miskunnsemi heldur sig fast við mig.

Þú ert að vísu vor faðir því Abraham hann veit ei af oss og Ísrael hann þekkir oss ei.

En þú, Drottinn, ert vor faðir og vor frelsari, þegar fyrir langri ævi er það þitt nafn.

Hvar fyrir lætur þú oss, Drottinn, villt fara af þínum vegum og forharðna vort hjarta so að vér óttunst þig eigi?

Snú þú aftur vegna þinna þjónustumanna og fyrir sakir slektisins þinnar arfleifðar.

Þeir eignast þitt heilaga fólk nærsta með öllu, þínir mótstöðumenn niðurtroða þinn helgidóm.

Vér erum líka so sem áður til forna þá eð þú drottnaðir ekki yfir oss og þá eð vér vorum ekki nefndir eftir þínu nafni.

Eg vilda að þú í sundurslitir himnana og færir hingað ofan so það fjöllin útrynni fyrir þinni augsýn líka sem annað heitt vatn það er uppsýður af megnum eldi

so að þitt nafn kunnigt verði meðal þinna óvina og það hinir heiðnu hljóti fyrir þinni augsýn að skelfast

fyrir þau stórmerkin sem þú gjörðir hverra ei var vænt þá eð þú fórt ofan hingað og fjöllin í sundurrunnu.

Hvað í frá veraldarinnar upphafi hafði ei heyrt né með eyrum heyrt verið, so hefur það og einnin ekki neitt auga séð utan þitt, Guð, hvað þá mun ske sem upp á hann vona.

Þú mætti þeim glaðværu og hinum sem réttlætið iðkuðu og á þínum vegum minntunst þín.

Sjá þú, þú reiddist þá vér syndguðumst og blifum þar lengi inni. En oss varð þó hjálpað.

En nú eru vér allir til samans svo sem hinir óhreinu og allt vort réttlæti er sem annar óþekktarleppur.

Vér erum allir uppvisnaðir sem laufblað og vorar syndir feykja oss í burt sem annar vindur.

Enginn ákallar þitt nafn eður tekur sig upp það hann haldi þér.

Því að þú hylur þitt andlit fyrir oss og lætur oss í vorum syndum uppgefast.

En nú, Drottinn, þú ert vor faðir, vér erum leirið, þú ert vor leirpottasmiður og vér allir erum verkið þinna handa.

Drottinn, reiðstu ekki of mjög og minnstu ekki eilíflegana á vorar syndir. Álíttu það heldur að vér allir saman erum þitt fólk.

Staðirnir þíns helgidóms eru að örbýli vorðnir, Síon er foreydd, Jerúsalem liggur í eyði.

Það húsið vors heilagleiks og vorrar vegsemdar, þar inni eð feður vorir lofuðu þig, er með eldi uppbrennt og allt hvað vér höfðum lystilegt það er til skammar gjört.

Drottinn, viltu so harðráður vera í slíku og þegja um þetta og niðurslá oss svo geysilegana?