XLVIII.

Mikill er Drottinn og mjög loflegur, í borginni Guðs vors upp á sínu heilögu fjalli.

Fjallið Síon er so sem einn fagur viðarkvistur, af hverjum eð allt landið tekur huggun. Við þá nyrðri síðuna liggur borgin þess hins mikla konungsins.

Guð er í hennar híbýlum meðkenndur það hann sé hennar verndari.

Því að sjá þú að [ konungarnir eru til samans safnaðir og einn með öðrum þá hafa þeir þar framhjá farið.

Þeir undruðust þá eð þeir sáu svoddan, þeim ægði það sjálfum og eru um koll fallnir.

Hræðslan er yfir þá komin, hryggðarangist so sem þeirrar eð jóðsjúk er.

Þú í sundurbrýtur skipin í hafinu fyrir þann austanvind.

Líka sem að vér höfum heyrt so sjáum vér einnin í borginni allsherjar Drottins, í borginni vors Guðs. Guð hann eflir þá hinu sömu að eilífu.

Guð, þinnar miskunnar væntum vér út í þínu musteri.

Guð, líka sem að er þitt nafn so er einnin þinn lofstír allt til jarðarinnar enda, þín hægri hönd er full með réttvísi.

Fólkið Síon það gleðji sig og dæturnar Júda veri glaðværar fyrir þinna réttinda sakir.

Umkringið Síon og faðmið hana og teljið hennar turna.

Kostgæfið að byggja hennar múrveggi og að forhefja hennar herbergi svo að þar út af kunni að [ segjast hjá eftirkomendunum

að þessi Guð, hann er vor Guð um allar aldir og að eilífu, hann leiðtogar oss líka sem [ æskuna.