III.

Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, merk þú öll mín orð í þínu hjarta og lát þér í eyrum loða hvað eg segi þér. Og gakk burt til þíns fólks, þeirra herteknu, og prédika fyrir þeim og segðu til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn, hvort heldur að þeir heyra það eða eigi.“ Og einn vindur tók mig upp og eg heyrði á bak mér aftur einn gný svo sem eins mikils jarðskjálfta (lofsamleg sé dýrðin Drottins í sínum stað) og þar var einn niður af vængjunum dýranna, þeirra sem numu til samans, og buldran hjólanna sem voru þar hartnærri þeim og gnýr eins mikils jarðskjálfta. Þá tók vindurinn mig upp og flutti mig í burt og eg fór þaðan og varð mjög hræddur. En höndin Drottins hélt mér fast. Og eg kom til þeirra herteknu sem bjuggu hjá vatninu Kebar þá eð mandelkjarnarnir stóðu með blómgan í abíbmánuði og eg setta mig niður hjá þeim sem þar sátu og eg var þar á meðal þeirra mjög hryggur í sjö daga.

Og er þeir sjö dagar voru umliðnir þá skeði orð Drottins til mín og sagði: [ „Þú mannsins son, eg hefi sett þig til eins varðhaldsmanns yfir Ísraels hús. Þú skalt heyra orðið af mínum munni og vara þá við minna vegna. Nær að eg segi til hins óguðlega: Þú skalt dauða deyja, og þú varar hann eigi við og segir honum það ekki so að sá hinn óguðlegi kunni að vakta sig fyrir sínu óguðlegu athæfi svo að hann megi lífi halda, þá mun hinn óguðlegi deyja fyrir sinna synda sakir en hans blóðs mun eg krefja af þinni hendi. En varir þú hinn óguðlega við og hann snýr sér ekki í burt frá sínu óguðlegu athæfi og vegi þá mun hann deyja fyrir sinna synda sakir en þína sál hefur þú frelsað.

Og nær eð einn réttlátur snýr sér í burt frá sínu réttlæti og gjörir ranglega þá vil eg láta hann reka sig þar á so að hann deyi það með því þú hefur ekki varað hann við þá mun hann deyja fyrir sinna synda sakir og hans réttvísi sem hann hefur gjört mun ekki álitin vera heldur mun eg krefja hans blóðs af þinni hendi. En ef þú varar hinn réttláta við að hann skuli ekki syndgast og hann syndgast og einnin ekki þá skal hann lifa það hann lét vara sig við og þú hefur frelsað þína sál.“

Og hönd Drottins kom þar yfir mig og hann sagði til mín: „Rís upp og gakk út á sléttlendið, þar vil eg tala við þig.“ Og eg bjó mig til og gekk út á sléttlendið. Og sjá þú, að þar stóð dýrðin Drottins eins líka sem það eg sá hana hjá vatninu Kebar. Og eg féll fram á mína ásjónu og eg lifnaði við og stóð upp á mínar fætur og hann talaði við mig og sagði til mín: „Gakk þú burt og lyk þig inn í þínu húsi.

Og þú, mannsins son, sjá þú, þeir munu leggja bönd á þig og binda þig þar með svo að þú skulir ekki hlaupast um. Og þína tungu vil og láta tolla við góminn á þér svo að þú skalt mállaus vera og geta eigi lengur fundið að við þá það það er eitt óhlýðugt hús. En nær eð eg tala við þig þá vil eg upplúka þínum munni svo að þú skalt segja til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn, hver hann heyrir sá heyri það, hver hann skeytir þar ekki um, sá skeyti því ekki, því að það er eitt óhlýðugt hús.