III.

Líka einnin skulu konunar vera undirgefnar sínum mönnum svo að einnin þeir sem ekki trúa á orðið verði fyrir konunnar umgengni utan orð yfirunnir nær eð þeir sjá yðart hreinlíft siðferði í óttasemi. [ Hver skartsemi eigi skal vera hin ytri meður hárfléttan og gulli umhengjanda eður klæðaburði heldur sé sá huldi maður hjartans óspjallaður með hógværum og kyrrlátum anda. [ Það er dýrmætt fyrir Guðs augliti. Því að so hafa forðum heilagar konur prýtt sig, þær sem á Guð vonuðu og undirgefnar voru sínum eiginmönnum. Líka sem að Sara var Abraham hlýðug og kallaði hann herra, hverra dætur þér eruð vorðnar ef þér velgjörið og eruð eigi so staðlitlar. [

Líka einnin þér mennirnir, búið við þær meður skynsemi og gefið því kvenlega breyskvara kerinu sína heiðran so sem einnin samerfingjum náðarinnar lífsins so að yðart bænahald verði eigi hindrað.

En að ályktan þá verið allir einhugaðir, samþolugir, bróðurlegir, miskunnsamir, ljúfir. Endurgjaldið ekki illt með illu, engin skammarorð fyrir skammaryrði heldur þar í gegn blessið. Og vitið að þér eruð þar til kallaðir það þér blessunina að erfð eignist. „Því hver hann vill lifa og sjá góða daga sá stilli sína tungu af vondu og sínar varir að þær eigi flærð tali. [ Hann hneigi sig í frá illu og gjöri hið góða, leiti friðarins og honum eftirfylgi. Því að augu Drottins eru yfir réttlátum og hans eyru til þeirra bæna en auglit Drottins er yfir þeim sem illa gjöra.“

Hver er sá yður geti grandað ef þér eftirfylgið hinu góða? Og þótt að þér líðið fyrir réttlætisins sakir þá eru þér þó sælir. Hræðist eigi þeirra ógnan og skelfist ekki. [ En helgið Guð Drottin í yðar hjörtum. Verið jafnlega reiðubúnir andsvar að gefa hverjum manni þeim sem skjals krefja af þeirri von sem í yður er og það þó með hógværi og óttablendni, hafandi góða samvisku, so að þeir hverjir af yður á bak tala so sem af illgjörðurum til skammar verði það þeir hafa lasta yðra góða umgengni í Christo.

Því það er betra, fyrst það er Guðs vilji, að þér heldur fyrir velgjörðina sakir líðið en fyrir vondra verka sakir. [ Af því að Kristur hefur og eitt sinn fyrir vorar syndir liðið, hinn réttláti fyrir rangláta, upp á það hann fórnfærði oss Guði og er deyddur eftir holdinu en lifandi gjörður eftir andanum. [

Í því hinu sama er hann einnin í burt genginn og hefur þeim öndunum prédikað sem í herfjötrunum voru, hverjir forðum daga eigi trúðu, þann tíð Guð eitt sinn eftirbeið og þolinmæði hafði á dögum Nóa nær örkin smíðaðist, í hverri fáir, það er átta sálir, hjálpuðust fyrir vatnið, hvert að nú einnin oss hjálplega gjörir í skírninni, hver fyrir hitt er tilmynduð, ei að holdsins saurleiki afleggist heldur [ trúlofan góðrar samvisku hjá Guði fyrir upprisu Jesú Christi, sá sem að er í himininn uppfarinn til Guðs hægri handar og englarnir og hinir voldugu og kraftarnir eru honum undirgefnir.