XXV.

En það skeði so á níunda ári hans ríkis, á þeim tíunda mánuði og þann tíunda dag, þá kom Nabogodonosor kóngur af Babýlon með allri sinni magt og dró fyrir Jerúsalem og settist um borgina og reisti vígvélar í kringum hana. [ Og þeir sátu um borgina allt til ellefta árs kóngsins Sedekía. En í þeim níunda mánaði varð eitt megnt hungur í borginni svo að landsins almúgi hafði ekkert að eta.

Þá brutust þeir inn í staðinn og allir stríðsmenn flýðu um nótt að þeim vegi sem lá í millum þeirra tveggja múra, út um portið hjá kóngsins grasgarði. En þeir Chaldei lágu um staðinn. Og Sedekías flýði á þann veg sem liggur til eyðimerkur. En her þeirra Chaldeis sóttu eftir kónginum og gátu gripið hann á því sléttlendi hjá Jeríkó og allt það stríðsfólk sem var með honum í sundurdreifðist frá honum. En þeir gripu kónginn og færðu hann í Riblat til kóngsins af Babýlon og þeir felldu dóm yfir hann. Og þeir drápu sonu Sedekía fyrir hans augum og þeir blinduðu hann báðum augum og bundu hann með járnviðjum og fluttu hann til Babýlon. [

Á sjöunda degi í þeim fimmta mánuði, það er það nítjánda ár Nabogodonosor kóngs af Babýlon þá kom Nebúsaradan hershöfðingi, kóngsins þénari af Babýlon, til Jerúsalem. Og hann brenndi upp Drottins hús og kóngsins hús og öll hús í Jerúsalem og öll þau stærstu hús brenndi hann upp með eldi. Og allur her þeirra Chaldeorum sem var með hershöfðingjanum braut niður allan múrinn í kringum Jerúsalem. En það annað fólk sem eftir var orðið í staðnum og þeir sem gáfu sig til kóngsins af Babýlon og það annað múgafólk flutti Nebúsaradan [ hofmeistari í burtu en lét eftir í landinu vera það fólk sem minnsta háttar var, víngarðsmenn og akurkalla. [

Og þeir Chaldei sundurbrutu þá koparstólpa sem stóðu í Drottins húsi og sólana og það koparhaf sem sett var hjá Drottins húsi og færðu koparinn í Babýlon og eldgögnin, sleifarnar, knífana, skeiðirnar og öll koparkerin sem til þjónustunnar voru höfðu tóku þeir burt. [ So og tók hofmeistarinn þau glóðarker og munnlaugar sem smíðaðar voru af gulli og silfri, tvo stólpa, eitt haf og þá stóla sem Salómon hafði gjört í Drottins húsi. En koparinn varð ekki veginn af öllum þessum kerum. Hver stólpi var átján álna hár og hans hnappar þar ofan á voru af kopar, þriggja álna háir, og laufaviðurinn og granateplin rétt um kring hnappana, það var allt af kopar. Eins var sá annar stólpinn með sínum laufavið.

Og hofmeistarinn tók þann fyrsta kennimann Seraja og Sefanja þann annan kennimann og þrjá dyravarðveislumenn og einn gelding af borginni sem var settur yfir stríðsmennina og þá fimm menn sem alltíð stóðu fyrir kónginum og fundnir voru í staðnum og Sófer stríðshöfuðsmann sem lærði fólkið í landinu að berjast og að auk sextígi menn af landsins fólki sem fundust í staðnum. Þetta tók hofmeistarinn Nebúsaradan og færði þá til kóngsins af Babýlon til Riblat. Og Babýlonskóngur lét slá þá þar í hel í landi Hemat. So varð Júda burt fluttur af sínu landi.

En Nabogodonosor kóngur af Babýlon setti Gedalía son Ahíkam, sonar Safan, yfir það fólk sem hann lét eftir vera í landi Júda. [ En sem allt stríðsfólkið, höfuðsmennirnir og allir aðrir heyrðu það að kóngurinn hafði sett Gedaliam þá komu þeir til Gedalía til Mispa, sem var Ísmael son Netanja og Jóhanan son Karea og Seraja sonur Tanhúmet Nethophathiter og Jaesanja son Maechati, með sína menn. Og Gedalía sór þeim og þeirra mönnum og sagði til þeirra: „Óttist ekki þó þér gefið yður undir þá Chaldeos. Verið í landinu og verið þar með Babýlonskóngi undirgefnir. Þá skal það ganga yður vel.“

En á þeim sjöunda mánaði kom Ísmael son Netanja, sonar Elísama, af konunglegri ætt, og tíu menn með honum og slógu Gedalía í hel og þar til þá Gyðinga og Chaldeos sem voru hjá honum í Mispa. [ Þá tók sig upp allt fólkið, bæði smáir og stórir og þeir yppustu sem voru fyrir stríðsfólkinu, og komu í Egyptaland því að þeir óttuðust þá Chaldeos. [

En á því seytjánda og tuttugasta ári eftir það að Jójakín kóngur af Júda var í burt fluttur, þann sjöunda og tuttugasta dag á þeim tólfta mánuði þá upphóf Evíl Meródak kóngur af Babýlon á fyrsta ári síns ríkis höfuð Jójakín Júdakóngs af myrkvastofu og talaði vingjarnlega við hann og setti hans stól yfir allra þeirra kóngastóla sem voru hjá honum í Babýlon. [ Og hann umskipti hans fangelsisklæðum. Og hann át brauð ætíð hjá honum alla sína lífsdaga. Og hann skipaði hans kost sem honum var jafnlega gefinn af kónginum daglega dags alla hans lífstíð.

Endir á Fjórðu kóngabókinni