XLII.

Þá gengu allir hershöfðingjarnir, Jóhanan Kareason og Jesanja Hósanjasonar með öllu fólki, bæði smáum og stórum og sögðu til Jeremiam propheta: „Kæri, lát vora bæn gilda nokkuð fyrir þér og til bið Drottins Guðs þíns fyrir oss vegna allra þessara sem eftir eru vorðnir (því að vér erum, því er verr, mjög fáir eftir vorðnir af mörgum svo sem það sjálfur þú sér oss nú með þínum augum) so það Drottinn Guð þinn vildi kunngjöra oss hvert vér ættum að fara og hvað vér skulum til gjöra.“

Og Jeremias propheti sagði til þeirra: „Nú vel, eg vil þessu hlýða og sjáið, eg vil biðja Drottin Guð yðvarn sem þér sögðuð og eg vil kunngjöra yður allt það hvað Drottinn svarar yður og dylja ekki neitt fyrir yður.“ Og þeir sögðu til Jeremia: „Drottinn hann sé þess einn trúlegur og sannarlegur vottur á millum vor ef að vér gjörum ekki allt hvað Drottinn Guð þinn sendir oss boð til með þér; hvort það er heldur gott eða illt þá viljum vér hlýða raustinni Drottins Guðs vors, til hans sem vér sendum þig, so að það megi vegna oss vel þar eð vér hlýðum raustinni Drottins Guðs vors.“

Og tíu dögum þar eftir skeði orð Drottins til Jeremia. [ Þá kallaði hann Jóhanan Kareason og alla fyrirmennina hersins sem hjá honum voru og allt fólkið, bæði smá og stóra, og sagði til þeirra: „So segir Drottinn Guð Ísrael til hans sem þér senduð mig að eg skylda flytja yðra bæn fyrir hann: Ef að þér blífið í þessu landi þá vil eg uppbyggja yður en ekki niðurbrjóta, eg vil gróðsetja yður en ekki uppræta því það hið vonda sem eg hefi gjört yður það angrar mig nú allt til reiðu. Þér skuluð ekki hræddi vera um yður fyrir konunginum af Babýlon hvern þér óttist, segir Drottinn. Ekki skulu þér hann hræðast það eg vil vera hjá yður að hjálpa og frelsa yður af hans hendi. Eg vil augsýna yður miskunnsemi og vera yður líknsamur og innflytja yður í yðvart land aftur.

En ef þér segið: [ Vér viljum ekki vera í þessu landi, hvað með þér viljið ekki hlýða raustinni Drottins Guðs yðvars heldur segið: Nei, vér viljum fara í Egyptaland so að vér skulum öngvan ófrið sjá né heyra neinn herlúðrablástur og þurfa eigi heldur neitt hungur að líða brauðsins vegna, þar viljum vér vera, nú þá heyrið orð Drottins, þér sem eftir eruð vorðnir af Júda: Svo segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Þar eð þér setjið yðra ásjónu til að fara í Egyptaland so að þér viljið þar vera þá skal það sverðið fyrir hverju þér hræddir eruð hæfa yður í Egyptalandi og það hungrið fyrir hverju þér kvíðið skal alla tíma vera kringum yður á Egyptalandi og þar skuluð þér deyja. Þeir sé hverjir eð vilja sem þangað setja sína ásjönu að fara í Egyptaland til að vera þeir, þeir hinir sömu skulu deyja fyrir sverði, hungri og drepsótt so að þar skal enginn eftir verða né það hið vonda umflúið geta sem eg vil láta koma yfir þá.

Því að so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísrael: Líka sem mín reiði og grimmd er gengin yfir þá Jerúsaleminnbyggjara, so skal hún og einnin ganga yfir yður ef að þér farið í Egyptaland so að þér skuluð vera til bölvunar, til forundrunar, til blóts og forsmánar og þér skuluð þá ekki sjá þennan stað aftur.

Það orð Drottins kemur yður til, þér sem eftir eruð vorðnir af Júda, so að þér skuluð ekki inndraga í Egyptaland. Þar fyrir þá vitið að eg vitna fyrir yður í dag það þér munuð þá missa yðvart líf þar. Því að þér senduð mig til Drottins Guðs yðvars og sögðuð: Bið þú Drottin Guð vorn fyrir oss og kunngjör oss so síðan allt hvað Drottinn Guð vor hann segir, so viljum vér og gjöra þar eftir. Það sama hefi eg nú látið yður fá að vita í dag. En þér viljið ekki hlýða raustinni Drottins Guðs yðvars og eigi heldur neinum þeim boðum sem hann sendi mig með til yðar. So skulu þér nú það vita að þér hljótið að deyja fyrir sverði, hungri og drepsótt í þeim stöðunum til hverra þér þenkið yður nú að fara og þar að búa.“