VIII.

Þar fyrir seg þú til þeirra: So segir Drottinn: Hver er sá sem að fellur að hann vildi ekki gjarnan upp aftur standa? Hver er sá nokkur sem að villt fer að hann vilji ekki gjarnan komast á þann rétta veginn aftur? En þetta fólk í Jerúsalem vill þó samt ætíð og alla tíma villt fara. Þeir halda so fast á þeirri falslegri guðsþjónustinni að þeir vilja eigi láta snúa sér þar í frá. Eg sé og heyri að þeir læra ekki neitt hvað rétt er, þar er og sá enginn sem að honum mislíki sín illska og segi: „Hvað er það eg gjöri?“ Allir þá hlaupa þeir sitt hlaup so sem grimmur víghestur í bardaga. Storkfuglinn undir himninum veit sinn tíma, ein turtildúfa, tranan og svalan formerkja og þeirra tíma nær eð þær skulu aftur koma. En mitt fólk það vill ekki vita réttindin Drottins. [

Hvernin megi þér þá segja: „Vér vitum hvað rétt er og vér höfum þá heilögu Ritning fyrir oss“? Það eru þó ekki utan lygar hvað þeir hinir skriftklóku þeir framsetja. Þar fyrir hljóta slíkir lærendur til skammar, skelfingar og fangaðir að verða því hvað kunna þeir gott að kenna á meðan þeir forleggja það orðið Drottins? Þar fyrir vil eg gefa annarlegum þeirra húsfreyjur og þeirra akurlönd þeim sem þá munu útreka því að þeir eru allir saman ágjarnir, bæði smáir og stórir, bæði prestarnir og prophetarnir þa kenna falsklega guðsþjónustu og hughreysta so mitt fólk í þeirra gæfuleysi að þeir skulu ekki hirða mikið um það og segja: „Friður, friður“ en þar er þó enginn friður. Þar fyrir skulu þeir til skammar verða að þeir fremja svoddan svívirðingar þótt að þeir vilji óskammaðir vera og vilja ekki sjálfir sín skammast. Þar fyrir hljóta þeir að falla í eina hrúgu og nær eð eg fer þeirra að vitja þá skulu þeir falla, segir Drottinn.

Eg vil af lesa þá alla saman, segir Drottinn, so að það skulu engin vínber á vínviðinum og öngvar fíkjur á fíkjutrénu eftir vera, já þau laufblöðin skulu og einnin af falla og hvað sem það er eg hefi gefið þeim þá skal það frá þeim takast. „Hvar eigum vér þá að búa? Samansafnið yður þá og látum oss inndraga í þær steku borgirnar og bíða þar eftir hjálpinni því að Drottinn Guð vor mun hjálpa oss með beiskum drykk af því að vér syndgunst so mjög á móti Drottni.“ Já treystið þar upp á það það skuli öngva neyð hafa sem þar er þó ekki neitt gott fyrir höndum og þér skuluð heilbrigðir verða sem þar er þó ekki utan skaðsemi fyrir höndum!

Menn heyra það þeirra hestar frýsa nú þegar í Dan og þeirra víghestar hneggja svo það allt landið skelfur. Þeir koma þar fram og munu upp éta landið með öllu því eð þar er inni, borgina ásamt með öllum þeim er þar búa inni. Því að sjá þú, eg vil senda höggorma og basilicos á meðal yðar sem ekki eru særðir, þeir skulu stinga yður, segir Drottinn. [ Þá mun eg endurlífga mig af minni hörmung og hjartans sorg.

Sjá þú, dótturin míns fólks mun kalla hingað úr fjarlægu landi hvort að Drottinn vilji ekki lengur vera Guð út í Síon eða skuli hún nú öngvan konung hafa lengur? Já, hvar fyrir hafa þeir gjört mig so reiðan fyrir sínar líkneskjur og þá annarlegu ónýta guðsþjónustu? Haustið er umliðið og sumarið er í burtu og oss kemur engin hjálp. Mig angrar það af hjarta að mitt fólk er so fordjarfað, eg grem mig þess og eg ber mig illa. Hvert eru þar engin smyrsl í Gíleað eða er þar enginn græðari til? Hvar fyrir er ekki dótturin míns fólks þá læknuð?