CXXIX.

Lofsöngur í hákornum.

Oftsinnis þá hafa þeir mótstaðið mig í frá barnæsku minni, – svo segi Ísrael –

oftsinnis þá hafa þeir mótstaðið mig í frá barnæsku minni en þó hafa þeir ekki yfirbugað mig.

Á mínum hrygg hafa plógmennirnir plægt og sitt plógjárn lengi dregið.

Drottinn, sá eð réttlátur er, hefur hálssílana hinna óguðlegu í sundurhöggvið.

Til skammar verða þeir og snúist aftur um hæl allir þeir sem Síon gramir eru.

Verði þeir so sem grasið á ræfrum uppi hvert eð visnar áður en það er uppslegið,

út af hverju að hann sá eð það uppslær fyllir ekki sína hönd og ekki heldur hann sinn barm sem bindinin til samans bindur.

Og þeir eð framhjá ganga munu eigi segja: „Blessun Drottins sé yfir yður, vér blessum yður í nafni Drottins.“