Þá Balak son Sipór sá allt það sem Ísrael hafði gjört þeim Amoreis og að Móabítarnir voru mjög hræddir fyrir þessu fólki sem so var margt og að Móabítarnir voru óttaslegnir fyrir Ísraelssonum og sögðu til öldunganna í Madían: „Nú mun þessi flokkur uppéta allt það sem er í kringum oss líka sem uxar uppéta grasið á mörkinni.“ [ En Balak son Sipór var í þann tíma kóngur þeirra Móabíta.

Og hann útsendi menn til Balaam sonar Beór til Petór, hann bjó hjá vatninu í landi sona síns fólks, að þeir skyldu kalla hann og segja honum svo: „Sjá, þar er eitt fólk komið af Egyptalandi, það hylur andlit jarðarinnar og liggur gagnvart mér. [ Þar fyrir kom nú og bölva fyrir mig þessu fólki því það er styrkvara en ég, ef ég mætta slá það og burtrýma það af landinu. Því ég veit hverjum þú bölvar hann er bölvaður og hvörjum þú blessar hann er blessaður.“

Og öldungar þeirra Móabítis fóru með þeim elstu af þeim Madíanítis og höfðu spásagnalaunin í sínum höndum og þeir gengu inn til Balaam og sögðu honum orð Balak. Og hann sagði til þeirra: „Verið hér í nótt, so vil ég gefa yður svar aftur eftir því sem Drottinn segir mér.“ So voru höfðingjarnir Móabítarum hjá Balaam.

Og Guð kom til Balaam og sagði: „Hverjir eru þeir menn sem komnir eru til þín?“ [ Balaam sagði til Guðs: „Balak son Sipór, Mótabítarum kóngur, sendi þá til mín: Sé, þar er eitt fólk komið af Egyptalandi og hylur andlit jarðar. So kom nú og bölva þeim ef ég mætti berjast við þá og reka þá burt.“ Guð sagði til Balaam: „Far ekki með þeim og eigi heldur skalt þú bölva þessu fólki því það er blessað.“ Þá stóð Balaam árla upp um morguninn og sagði til höfðingja Balak: „Farið heim í yðart land því Drottinn vill ekki leyfa mér að fara með yður.“

Höfðingarnir Móabítarum tóku sig upp, komu heim og fundu kónginn Balak og sögðu: „Balaam vildi ekki fara með oss.“ Þá sendi Balak enn í annað sinn, megtugri og veglegri höfðingja heldur en það hinir fyrri voru. Þá þeir komu til Balaam sögðu þeir til hans: „So lætur Balak son Sipór segja þér: Kæri, dvel þú ekki að koma til mín því ég vil gjöra þér stóra æru og hvað þú segir mér til það vil ég gjöra. Ég bið, kom og bölva fyrir mér þessu fólki.“

Balaam svaraði og sagði til þénara Balak: „Þótt Balak vildi gefa mér hús sitt fullt með silfur og gull þá kynna ég þó ekki að yfirtroða orð míns Drottins Guðs, hverki í miklu né litlu nokkuð að gjöra. [ Verið þó sem áður hér þessa nótt svo ég megi vita hvað Drottinn vill enn framar meir tala við mig.“ Þá kom Guð um nóttina til Balaam og sagði til hans: „Ef þessir menn eru komnir hingað að kalla þig þá tak þig upp og far með þeim. En þó skaltu það gjöra sem ég segi þér.“

Þá stóð Balaam upp um morguninn og söðlaði ösnu sína og fór af stað með Móabítis höfðingjum. En Guð reiddist mjög að hann ferðaðist þangað og engill Drottins gekk fram í veginn að standa honum í móti. En hann reið á sinni ösnu og hafði tvo þénara með sér. Og asnan sá engil Drottins standa í veginum hafandi brugðið sverð í sinni hendi og asnan veik af götunni og gekk á akurinn. En Balam sló hana so hún skyldi ganga veginn.

Þá gekk engill Drottins fram í eitt garðshlið sem lá fram með nokkrum víngarði þar sem veggir voru á báðar síður. Og sem asnan sá engil Drottins þrengdi hún sér upp að veggnum og kreisti Balaams fót upp við vegginn. Og hann sló hana enn meir. Þá gekk engill Drottins enn lengra fram og á einn mjóan stíg þar sem hvergi mátti afvíkja, hverki til vinstri né til hægri hliðar. Og sem asnan sá engil Drottins féll hún niður undir Balaam. Þá varð Balaam mjög reiður og hann sló ösnuna með stafnum.

Þá upplauk Drottinn munni ösnunnar og hún sagði til Balaam: „Hvað hefi ég þess gjört þér að þú hefur nú slegið mig þrysvar?“ [ Balaam sagði til ösnunnar: „Fyrir því sló eg þig að þú hæðir mig; væri svo vel að ég hefði nú sverð í minni hendi skylda ég drepa þig.“ Asnan svaraði Balaam: „Er ég ekki þín asna þeirri þú hefur riðið þína tíð inn til þessa dags? Eða nær gjörða ég þér slíkt?“ Hann sagði: „Aldrei.“

Þá upplauk Drottinn augum Balaam svo að hann sá engil Drottins standa í veginum með brugðnu sverði í sinni hendi. Og Balaam laut niður og féll fram á sína ásjónu. Og engill Drottins sagði til hans: „Hvar fyrir hefur þú slegið so þína ösnu í þrjár reisur? Sjá, ég er útfarinn til þess að standa þér í móti því þinn vegur er mér mótstaðlegur. Og asnan sá mig og veik þrisvar fyrir mér. En hefði hún ekki vikið fyrir mér þá vilda ég hafa slegið þig í hel en látið ösnuna lifa.“ Þá sagði Balaam til Drottins engils: „Ég hefi syndgast því ég vissi ekki að þú stóðst í mót mér á veginum. Og ef þessi mín reisa þóknast þér ekki þá vil ég snúa aftur.“ Engill Drottins sagði til hans: „Far þú með þessum mönnum en þú varast að þú talir neitt annað en það sem ég segi þér.“ So fór Balaam með höfðingjum Balak.

Og sem Balak spurði komu Balaam fór hann út í mót honum til eins staðar þeirra Móabítis hver að liggur í landamerkjum Arnon, sem er hjá þeim ystu landamerkjum, og sagði til hans: „Senda ég ekki boð til þín og lét kalla þig? Því komstu þá ekki til mín? Eða meinar þú ekki að ég geti heiðrað þig?“ Balaam svaraði: „Sjá, ég er kominn til þín. En hvörnin má ég nokkuð annað mæla en það sem Guð leggur mér í munn, það mun ég mæla. So fór Balaam með Balak og þeir komu í gatnaborgirnar. Og Balak offraði nautum og sauðum og sendi eftir Balaam og þeim höfðingjum sem voru hjá honum.