XIII.

Á því þriðja og tuttugasta ári Jóas, sonar Ahasía, Júdakóngs, varð Jóakas sonur Jehú kóngur yfir Ísrael í Samaria í seytján ár. [ Og hann framdi það sem Drottni illa líkaði og gekk eftir syndum Jeróbóam sonar Nebat sem kom Ísrael til að syndgast og hann lét ekki þar af. Og reiði Drottins gramdist yfir Ísrael og hann gaf þá undir hendur Hasaels kóngs af Syria og Benhadad sonar Hasael so lengi sem þeir lifðu.

En Jóakas baðst fyrir í augliti Drottins og Drotitnn bænheyrði hann. Því hann sá Israelis ánauð, hvernin að kóngurinn af Syria þrengdi þeim með margháttuðum aga og ófriði. Og Drottinn gaf Ísrael einn hjálparmann sem þá frelsti af valdi sýrlenskra so að Ísraelssynir bjuggu í sínum tjaldbúðum eins og áður. En þó lögðu þeir ekki af Jeróbóams syndir hver eð Ísrael kom til að syndgast heldur gengu þeir fram í þeim. Því að þar stóð einn [ blótskógur í Samaria. Og þar var ekki fleira eftir orðið af Jóakas fólki heldur en fimmtígi riddarar, tíu vagnar og tíu þúsund fótgönguliðs. Því að Sýrlandskóngur hafði fyrirkomið þeim öllum og hafði gjört þá sem agnir í sumarhlöðu.

Hvað meira er að segja um Jóakas og allt hvað hann gjörði og hver hans magt var, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Jóakas sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Samaria. Og hans son Jóas tók kóngdóm eftir hann. [

Á því seytjánda og tuttugasta ári Jóas Júdakóngs varð Jóas son Jóakas kóngur yfir Ísrael í Samaria sextán ár. Og hann gekk illa í augliti Drottins því hann fylgdi Jeróbóams syndum sem kom Ísrael til að syndgast og hann gekk fram í þeim.

En hvað meira er að segja um Jóas og hvað hann gjörði og hans magt og hvernin hann stríddi með Amasía Júdakóng, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Jóas sofnaði með sínum feðrum. Og Jeróbóam sat á hans stóli. En Jóas var jarðaður í Samaria hjá Ísraelskóngum.

Og það skeði að guðsmaður Eliseus varð sjúkur so hann andaðist af þeirri sótt. [ Og Jóas Ísraelskóngur kom ofan til hans og grét fyrir honum og sagði: „Minn faðir, minn faðir, Israelis vagn og hans [ stjórn!“ En Eliseus svaraði honum: „Tak þinn boga og örvar.“ Og sem hann tók bogann og örvarnar sagði hann til Ísraelskóngs: „Spanna þú upp bogann með þinni hendi.“ Og hann uppspannaði hann. Síðan lagði Eliseus sína hönd upp á kóngsins hönd og sagði: „Opna glugginn í mót austri.“ Og hann opnaði glugginn. Þá sagði Eliseus: „Skjót þar út ör af boganum.“ Og hann skaut. Þá sagði Eliseus: „Sigurskeyti Drottins, ein sigurör í mót Syris! Og þú munt slá Syros í Afek þar til þeir verða að öngvu!“

Og hann sagði: „Tak nú pílurnar.“ [ Og sem hann tók þær sagði hann til Ísraelskóngs: „Slá þú nú á jörðina.“ Og hann sló í þrjár reisur og lét þá af. Það mislíkaði guðsmanni við hann og sagði: „Hefðir þú slegið fimm eða sex sinnum þá skyldir þú hafa slegið þá Syris þar til þeir hefðu orðið að öngvu en nú munt þú slá þá í þrjár reisur.“

En sem Eliseus var nú andaður og þeir höfðu jarðað hann þá féllu víkingar Moabitarum inn í landið á því sama ári. [ Og það skeði svo að þeir jörðuðu einn mann. Og sem þeir sáu víkinga köstuðu þeir manninum í Elisei gröf. Og sem hann féll niður og kom við bein Elisei þá varð hann lifandi og stóð upp á sínar fætur. [

Svo kvaldi nú Hasael kóngurinn af Syria Ísraelslýð svo lengi sem Jóakas lifði. En Drottinn var þeim náðigur og sá aumur á þeim og sneri sér til þeirra sökum síns sáttmála sem hann hafði gjört við Abraham, Ísak og Jakob og vildi ekki eyða þeim og kastaði þeim ei frá sínu andliti allt til þessa dags.

Og Hasael Sýrlandskóngur andaðist og hans son Benhadad varð kóngur í hans stað. [ Og Jóas snerist við og vann þær borgir af Benhadad Hasaelsonar hendi sem hann hafði með örlögum undir sig tekið frá Jóakas síns föðurs hendi. Og í þrjár reisur sló Jóas hann og vann aftur borgirnar Israeli.