Þetta er sá lagaréttur sem þú skalt leggja fyrir þá: Ef þú kaupir eirn ebreskan þræl þá skal hann þjóna þér sex ár. [ En á því sjöunda ári skal hann fara frjáls og laus frá þér. Komi hann ei kvongaður til þín þá skal hann og ókvæntur fara frá þér. En ef hann kemur kvongaður til þín þá skal hans kona fara burt með honum. En ef hans herra hefur gefið honum eina konu og hafi hún fætt sonu eða dætur þá skal kvinnan og börnin heyra hans herra til en hann skal fara í burt konulaus. En ef þrællinn segir: Ég elska minn herra og so mína kvinnu og börn, ég vil ekki vera frjáls, þá skal hans herra leiða hann inn fyrir guðina og halda honum við dyrnar eða við dyrastafinn og stinga í gegnum hans eyra með al, síðan skal hann vera hans þræll ævinlega.

Ef nokkur selur sína dóttur til ambáttar þá skal hún ekki fara í burt svo sem þrælar. Þóknist hún ekki sínum herra og hann vill ekki hjálpa henni til eiginorðs þá skal hann láta hana lausa. En ekki skal hann hafa vald til að selja hana nokkrum útlenskum mönnum, því hann forsmáði hana. En ef hann hefur fastnað hana syni sínum þá gjöri hann við hana svo sem sína dóttur. En ef hann giftir honum aðra þá skal hann ekki korta nokkuð af hennar kosti, klæðnaði og tilgjöf. En gjöri hann ekki þetta þrennt þá skal hún með frelsi fara í burt fyrir ekkert.

Hver hann lýstur mann so hann deyr, sá skal og dauða deyja. [ En hafi hann ekki setið um hans líf heldur hefur Guð látið hann annars óforvarandis falla í hans hendur þá vil ég setja þér eirn stað þangað sem hann skal flýja. En ef nokkur misgjörir með drambsemi við sinn náunga og vegur hann sviksamlega þá skaltu taka hann frá mínu altari so hann deyi. [

Sá sem lýstur sinn föður eða móður hann skal dauða deyja.

Sá sem stelur manni og selur hann so það verði uppvíst um hann hann skal dauða deyja.

Sá sem bölvar föður eða móður hann skal dauða deyja.

Ef menn þráttast á og annarhvor lýstur annan með steini eða hnefa og hann deyr þó ekki heldur leggst í rekkju – ef hann rís upp og gengur með staf úti þá skal sá vera sýkn saka sem hann sló, þó skal hann betala honum verkafall og gefa læknislaun. [ / Deut. 21 / Mattei 15 / Mark. 7″>[

Ef nokkur lýstur sinn þræl eða ambátt með staf so hann deyr undan hans höndum þá skal hann líða refsing þar fyrir. En ef hann lifir eirn dag eða tvo þaðan af þá skal hann ekki refsingu mæta því (þræll og ambátt) það er hans peningur.

Ef menn þráttast á og lýstur nokkur kviðuga konu so að hún skilst við hennar höfn en hún heldur lífi þá skal sá straffast með peningagjaldi eftir því sem þeirrar kvinnu maður leggur á hann og dómendur dæma. En deyi hún þar af þá skal hann láta líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót, bruna fyrir bruna, sár fyrir sár, blátt fyrir blátt.

Ef maður lýstur í auga sínum þræl eða ambátt so það fordjarfast þá skal hann gefa honum frelsi fyrir hans auga. So og líka ef hann brýtur tönn úr þræli sínum eða ambátt þá skal hann gefa honum frelsi fyrir sína tönn.

Ef uxi stangar mann eður kvinnu til bana þá skal uxinn grýtast í hel og ekki skulu menn eta hann. Og þar með sé eignarmaður uxans saklaus. En hafi hann fyrr vanur verið að stanga og eignarmanninum var það sagt og hann lét ekki þaðan í frá varðveita hann og hann stangar mann eður kvinnu til bana þá skal uxinn grýtast í hel og hans eignarmaður skal deyja. En verði honum tilsagt að bæta með fé þá skal hann gefa so mikið fyrir sitt líf sem honum verður tilsagt. Undir sama dómi skal hann liggja, hvort sem hann stangar son eða dóttur manns til bana. En ef hann stangar nokkurs manns þræl eður ambátt þá skal sá er á gefa þeirra húsbónda þrjátygu siclos silfurs og uxinn skal grýtast í hel. [

Ef nokkur maður opnar gryfju eður grefur gröf og byrgir ei aftur og fellur þar í uxi eða asni þá skal sá sem gryfjuna gjörði betala annað aftur með peningum þeim eð átti en hafi sjálfur hið dauða. Ef nokkurs manns uxi stangar annars manns uxa til bana þá skulu þeir selja þann lifanda uxann og skipta með sér þeim peningum og líka þeim inum dauða. En hafi hann stangað fyrri og vissi hann það og eignarmaður lét ei varðveita hann þá skal hann gjalda uxa fyrir uxa en hafa sjálfur þann dauða.