CVIII.

Sálmalofsöngur Davíðs

Guð, það er mín full alvara, eg vil syngja og dikta, mín [ vegsemd og einnin. [

Rís upp, þú psalterium og harpa, snemma þá vil eg uppi vera.

Þér vil eg, Drottinn, þakkir gjöra meðal fólksins, meðal þjóðanna vil eg þér lofsyngja.

Því þín miskunnsemi tekur so vítt sem himinninn er og þinn sannleikur so vítt sem skýin útganga.

Upphef þig, Guð, yfir himnana og þína dýrð yfir öll lönd.

Upp á það að þínir ástsamlegir frelsaðir verði, hjálpa þú með þinni hægri hönd og bænheyr mig.

Guð hann talar út í sínum helgidómi, þess sama gleðjunst eg: „Eg vil Sikím sundurskipta og dalinn Súkót afmæla. [

Gíleað er minn, Manasse er einnin minn og Efraím er magt míns höfuðs, Júda er minn höfðingi,

Móab er mitt þovttunarker, minn skó vil eg útþenja yfir Edóm, yfir Pihlisteis vil eg gleðjast.“

Hver vill flytja mig út í einn öruggan stað? Hver mun leiða mig út í Edóm?

Muntu, Guð, ekki gjöra það sama, þú sem í burtskúfar oss? Og þú, Guð, dregur ekki út með voru herliði.

Veittu oss fullting í neyðinni því að mannleg hjálp er öngvu neyt.

Meður Guði viljum vér hreystiverkin gjöra, hann mun vora óvini undirleggja.