LXXXV.

Sálmur sona Kóra. Fyrir að syngja.

Drottinn, þú sem áður vart miskunnsamur þínu landi og frelsaðir þá hina herteknu Jakobs,

þú sem áður fyrirgafst misgjörðirnar þínu fólki og niðurbyrgðir allar þeirra syndir. Sela.

Þú sem áður mýktir alla þína reiði og í burt snerir þér frá þinni heiftarbræði,

hugga oss, Guð vort hjálpræði, og tak í burt þína fáþykju frá oss.

Hvert viltu alla ævina oss reiður vera

og útþenja þína reiði um aldur og ævi?

Viltu enn ekki lífga oss aftur svo að þitt fólk megi gleðja sig yfir þér?

Auðsýn þú oss, Drottinn, þína miskunnsemi og gef oss þitt hjálpræði.

Mætta eg fá að heyra það Guð Drottinn hann talaði, að hann friðinn tilsegði sínu fólki og sínum heilögum so að þeir rötuðu ekki í neina [ fávisku.

Þó er hans hjálp þeim nálæg sem hann óttast, svo það [ dýrðin búi í voru landi,

að miskunnsemin og sannleikurinn mætist sín á milli og að réttvísin og friðurinn kyssi hvort annað,

so það trúin yxi á jörðu og réttvísin af himni ofan sæi,

svo að Drottinn veiti oss góðvild, svo að vort land beri sinn ávöxt,

svo það réttvísin blífi þó samt fyrir honum og fái fullan framgang.