VIII.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja upp á [ gitít

Drottinn, vor drottnari, hversu dásamlegt að er þitt nafn í öllum löndum so að þín lofgjörð er í himninum!

Út af munni smábarnanna og brjóstmylkinganna hefur þú einn [ styrkleika tilbúið fyrir þinna óvina sakir svo að þú afmáðir óvininn og þann hinn hefndargjarna. [

Því að eg mun sjá himnana, verkið þinna fingra, tunglið og stjörnurnar hverjar eð þú hefur tilbúið.

Hvað er maðurinn þess að þú skulir minnast hans eður mannsins sonur það þú vitjir hans? [

Um lítinn tíma muntu láta hann af Guði yfirgefinn vera en með æru og vegsemd muntu hann kóróna.

Þú munt setja hann einn herra yfir verkin þinna handa, alla hluti þá hefur þú honum undir fætur lagt:

Sauði og naut allt til samans, þar með einnin skógardýrin, fugla loftsins og fiska sjávarins og allt hvað í hafinu gengur. [

Drottinn, vor drottnari, hversu dásamlegt er þitt nafn í öllum löndum!