XC.

Bæn Mosi guðsmanns.

Drottinn, þú ert vort athvarf alltíð og ævinlega.

Fyrir en það fjöllin urðu og jörðin og það veröldin var sköpuð ertu Guð um aldir og að eilífu.

Þú sem manninn lætur í burt [ deyja og segir: „Komið aftur, þér mannanna synir.“

Því að þúsund ár eru fyrir þér sem sá dagurinn eð í gær var umliðinn og so sem ein nætureykt.

Þú lætur þá í burt líða sem annað rennanda vatn og þeir eru svo sem svefn, líka sem gras það eð snarlega uppvisnar,

hvert eð snemma blómgast og skjótlega fölnar og að kveldi dags verður upphöggvið og uppþornar.

Það sama gjörir þín reiði að vér svo forgöngum og þín grimmd það vér hljótum svo skyndilega í burt.

Því að vorar misgjörðir setur þú fram fyrir þig, vorar [ óvitanlegar syndir í ljós fyrir þínu augliti.

Þar fyrir í burt líða allir vorir dagar fyrir þinni reiði, vér framleiðum vora áratölu svo sem annað ævintýr.

Vort líf varir um sjötígir ár en nær það kemst sem hæst þá er það áttatígir ár og þá það er sem kostulegast þá hefur það ekki utan hryggð og armæði verið því það líður snart í burt so sem flygum vér þaðan í frá.

En hver trúir því það þú svo [ ákaflega reiðist og hver uggar um sig fyrir þvílíkri þinni grimmarreiði?

Kenn þú oss að hugsa það vér hljótum að deyja svo að vér fortaldir verðum.

Snú þú þér þó, Drottinn, til vor aftur og vert þínum þjónum miskunnsamur.

Árla seð þú oss með miskunn þinni, þá viljum vér gleðjast og glaðværir vera um vora lífdaga.

Gleð oss nú aftur eftir langa þvingan oss veitta, eftir þá langa ólukku sem vér höfum þolað.

Auðsýn þínum þjónum þín verk og þína vegsemd sonum þeirra.

Og Drottinn Guð vor sé oss líknsamur og framkvæmi í hjá oss verkið vorra handa, já það verkið vorra handa þa vilji hann framkvæma.