III.

Eg er einn aumlegur mann sem hlýt að sjá refsingarvönd hans grimmdarreiði. Hann leiddi mig og lét mig ganga í myrkri og ei í ljósi. Hann sneri sinni hendi á móti mér og hann höndlar allt öðruvís við mig um aldur og ævinlegana.

Hann hefur gjört mitt hold og hörund gamalt og í sundurkramið mín bein. Hann byggði í kringum mig og hefur umvafið mig með galli og beiskri armæðu. Hann hefur lagt mig út í myrkrið so sem hjá dauðu í veröldinni.

Hann hefur innimúrað mig so að eg kann ekki út að koma og lagði mig í hörð fjötur. Og nær eð eg kallaði og kveinaði þá tilbyrgði hann sín eyru fyrir mínu bænaákalli. Hann hefur tilmúrað minn veg með höggnum steinum og tilbyrgt so mína stigu.

Hann sat um mig sem eitt bjarndýr, líka sem annað león í fylsninu. Hann lét mig misfara á veginum, hann í sundurskipti mér og gjörði mig að öngu. Hann spennti sinn boga og setti mig upp til skotmáls fyrir pílunni.

Hann lét skjóta af örvamælirnum í mín nýru. Eg er ein háðung öllu mínu fólki og daglegur þeirra kveðskapur, hann saddi mig með beiskleika og gaf mér rammar jurtir að drekka.

Hann í sundurmolaði mínar tennur í smá parta, hann velti mér í ösku. Mín sála er í burt drifin frá friðinum, eg hlýt að forgleyma því hinu góða. Eg sagða: „Minn máttur er í burtu og mín von til Drottins.“

Hugleiddu hversu eg er aumleg og fyrirlitin, drykkjuð með galli og beiskum jurtrum. Þar muntu hugsa upp á það mín sála segir mér það. Eg legg það og í minni, þar fyrir vona eg þess enn nú.

Góðgirni Drottins er það að vér erum ekki öldungis útgjörðir, hans miskunnsemi hefur enn nú öngvan enda heldur er hún ný hvern morgun og þinn trúleiki er mikill. [ Drottinn er mitt hlutskipti, segir mín sála, þar fyrir vil eg og vona til hans.

Því að Drottinn er ástamlegur við þá sem vona eftir honum og þeim sálum sem leita að honum. Það er einn merkilegur hlutur að vera þolinmóður og vona upp á hjálpina Drottins. Það er manninum einn merkilegur hlutur að hann beri okið í sínum ungdómi.

Svo að sá sé þolinmóður sem yfirgefinn er nær eð nokkuð kann yfir hann að bera og það hann stingi sínum munni í moldarduft og vænti so upp á vonina, og tilsteðji það hann sé á kinnvangann sleginn og það honum sé mikil forsmál til lögð.

Því að Drottinn burt rekur ekki eilíflegana heldur so: Hann hryggir að vísu en hann tjáir sína miskunnsemi aftur eftir mikilleik sinna miskunnsemda. Því að hann plágar og hryggir manninn ekki út af hjarta.

Líka sem að vildi hann alla bandingjana á jörðu öldungis niðurtroða undir sínar fætur og láta eins manns réttarfar beygjast fyrir Hinum allra hæðsta og láta eins manns málefni ranglegana úrskurðast líka sem að Drottinn sæi það ekki.

Hver dirfist það að segja að slíkt muni ske þó Drottinn skipi það ei og það hverki illt né gott komi af munni Hins allra hæðsta? Því mögla þá mennirnir so í lífinu? Hver einn mögli í móti sinni synd.

Látum oss rannsaka og uppleita vora breytni og snúa oss so til Drottins. [ Látum oss upplyfta vorum hjörtum með vorum höndum til Guðs á himnum. Vér, vér höfum syndgast og verið óhlýðugir, þar fyrir gjörðir þú rétt að þú hlífðir ekki.

Heldur yfirhelltir þú og ofsóttir oss með reiði og hefur látið drepa oss miskunnarlaust. Þú huldir þig með einu skýi so að þar kunni engin bæn í gegnum að koma. Þú hefur gjört oss að saur og óhreinindum á meðal fólksins.

Allir vorir óvinir opna sína munna á móti oss. Vér niðurþrykkjunst og þvingunst með skelfing og sorg. Mín augu renna með táralækjum yfir þeirri eymdinni dótturinnar míns fólks. Mín augu þau fljóta og kunna ekki af að láta því að þar lætur aldreigi af þangað til að Drottinn sér það og hyggur að því af himnum. Mitt auga foreyðir mínu lífi í burt fyrir sakir dótturinnar míns staðar.

Mínir óvinir eltu mig sem annan fugl að saklausu. Þeir fyrirkomu mínum líkama í eina gröf og köstuðu steinum á mig. Þeir yfirjusu og so mitt höfuð með vatni. Þá sagða eg: „Nú em eg með öllu útgjörður.“

En eg kallaði á þitt nafn, Drottinn, neðan úr gröfinni og þú heyrðir mína raust. Byrg ekki þín eyru fyrir minni andvarpan og ákalli. Nálæg þig til mín nær eð eg kalla til þín og seg þú: „Óttast þú ekki.“

Legg þú, Drottinn, dóm á málefni minnar sálu og frelsa mitt líf. Drottinn, álíttu það hver óréttindi mig ske og hjálpa mér til míns réttar. Þú sér allar þeirra hefndir og allar þeirra hugsanir á móti mér.

Drottinn, þú heyrir þá forsmán og allar þeirra hugsanir yfir mér, varirnar minna mótstöðumanna og þeirra daglega uppdiktan á móti mér. Sjá þú þó hvort að þeir setjast niður eða standa þeir upp þá kveða þeir vísur um mig.

Drottinn, aumbuna þeim það sem þeir hafa verðskuldað, lát hjarta þeirra skelfast og formerkja þína bölvan, ofsæk þá með grimmd og afmá þá undir himninum Drottins.