XXXI.

Sálmur Davíðs til að syngja fyrir

Á þig, Drottinn, treysti eg, lát mig aldrei til skammar verða, frelsa mig þíns réttlætis vegna.

Hneig þitt eyra til mín, skjótlega þá hjálpa þú mér.

Vertu mér öruggt bjarg og vígi svo að þú frelsir mig.

Því að þú ert mitt bjarg og mitt vígi og fyrir þíns nafns sakir þá leið þú mig og stýr mér.

Útleið þú mig af snörunni sem þeir hafa egnt fyrir mér því að þú ert minn styrkur.

Í þínar hendur fel eg minn anda, þú Drottinn Guð sannleiksins, þú hefur frelsað mig.

Eg hata þá sem halda út af ónytsamlegum kenningum en eg vona á þig, Drottinn.

Eg gleð mig og em glaðvær yfir þinni miskunnsemi því að þú álítur mína eymd og þekkir sálu mína í mótganginum.

Og þú yfirgafst mig ei út í óvina hendur, þú settir mína fætur þar þeir hafa nóg rúm.

Miskunna þú mér, Drottinn, því að eg kvelst, mitt yfirbragð er niðurhrunið af harmi, þar að auk mín sála og minn kviður.

Mitt líf er út af hryggðinni að þrotum komið og mín áratala af þungri andvarpan.

Minn kraftur er niðurfallinn fyrir minna misgjörninga sakir og mín bein þau eru máttlaus orðin.

Svo illa þá gengur mér að eg em mikil smán orðin mínum nágrönnum og viðbjóður mínum kunningjum, þeir eð mig sáu úti flýðu fyrir mér.

Mín er forgleymt í hjartanu líka sem framliðins manns, eg em orðinn so sem annað í sundur brotið ker.

Því að margir lasta mig illa so það hver maður stuggar við mér, þeir bera sín ráð til samans yfir mér og þenkja mig lífi að svipta.

En eg vona á Drottin og segi: „Þú ert minn Guð.“

Mínir tímar eru í þinni hendi, frelsa þú mig af hendi óvina minna og í frá þeim sem ofsækja mig.

Láttu þitt andlit skína yfir þræli þínum, hjálpa þú mér þinnar miskunnar vegna.

Lát þú mig ekki, Drottinn, til skammar verða því að eg ákalla þig, hinir óguðhræddu hljóta til skammar og niður þaggaðir að verða í helvíti.

Mállausir verða þeir falsfullir munnar, þeir eð harðlega, hofmóðugt og forsmánarlega tala í móti þeim hinum réttferðuga.

Hversu mikil er þín góðgirni hverja þú hefur geymt þeim sem þig óttast og veittir þeim sem treysta á þig í manna augliti!

Þú byrgir þá heimuglega hjá þér fyrir hvers manns þakk, þú felur þá í þinni tjaldbúð fyrir þeim þrætusömum tungum.

Lofaður sé Drottin því að hann hefur auðsýnt mér dásamlega góðgirni í einum öruggum stað.

Þá eg sagði í minni efasemi: „Eg em í burt drifinn frá ásjón þinna augna“, þó heyrðir þú rödd minnar grátbeiðni þá eg kallaði til þín.

Elski þér Drottin, allir hans heilagir, Drottinn hann verndar þá hina rétttrúuðu og endurgeldur þeim ríkuglega sem dramblætið tíðka.

Verið hraustir og hugdjarfir, þér allir sem Drottins bíðið.