XXV.

Þetta er það orð sem skeði til Jeremia yfir öllu fólki Júda á fjórða ári Jóakím sonar Jósía konungsins Júda, hvert eð var það fyrsta árið Nabagodonosor konungs af Babýlon, hvað er prophetinn Jeremias talaði einnin til alls fólksins Júda og til allra borgarmannanna í Jerúsalem og sagði: [

Það orð Drottins skeði til mín í frá því hinu þrettánda árinu Jósía sonar Amón konungsins Júda allt til þessa dags og eg hefi hugarlátlega prédikað fyrir yður í þrjú ár og tuttugu en þér hafið aldreigi viljað heyra það. [

So hefur og einnin Drottinn sent til yðar alla sína þénara þá prophetana hugarlátlega en þér hafið aldreigi viljað heyra þeim né hneigja yðar eyru til að heyra þeim. [ Þá eð hann sagði: Snúið yður hver sem einn í burt frá sínum vondum vegi og í burt frá yðru vondu athæfi, þá skulu þér alla tíma og alla ævina vera í því landinu sem Drottinn hefur gefið yður og yðar forfeðrum. Eftirfylgið ekki annarlegum guðum so að þér þjónið þeim eður tilbiðjið þá upp á það að þér reitið mig eigi til reiði með yðar handaverkum og það eg tilsendi yður eina ógæfu. En þér vilduð eigi hlýða mér, segir Drottinn, so að þér gjörðuð mig fullkomlegana reiðan með yðar handaverkum, yður til eiginlegrar ógæfu.

Þar fyrir segir so Drottinn Sebaót: Fyrst þér viljið ekki heyra mín orð, sjá þú, þá vil eg útsenda og koma láta allt þetta fólkið á móti norðrinu, segir Drottinn, og einnin minn þénara Nabagodonosor konunginn af Babýlon og eg vil færa þá yfir um þetta land og yfir þá sem búa þar inni og yfir allt það fólk sem hér liggur um kring og eg vil fyrirfara og foreyða þeim og gjöra þá að háðung og eilífri foreyðslu. Og eg vil héðan í burt taka allan gleðilegan söng, raustina brúðgumans og brúðarinnar, kvarnarniðinn og ljósluktirnar, svo að allt þetta land skal liggja í eyði og niðurbrotið. Og þetta fólk skal þjóna konunginum af Babýlon í sjötígi ár.

Og nær þau sjötígi ár eru liðin þá vil eg sækja heim konunginn í Babýlon og allt það fólk, segir Drottinn, fyrir þeirra misgjörða sakir, þar með einnin land þeirra Caldeis og það vil eg gjöra til einnrar eilíflegrar foreyðslu. [ So vil eg innflytja öll mín orð yfir þetta land, þau sem eg hefi talað á móti því, einkum sem er allt þetta hvað skrifað stendur í þessari bók það sem Jeremias hefur spáð um allt fólk og þeir skulu einnin þjóna þó að þeir sé eitt mikilsháttar fólk og miklir konungar. So vil eg endurgjalda þeim eftir þeirra verðskuldan og eftir þeirra sjálfs handaverkum.

Því að svo segir Drottinn Guð Ísraels til mín: [ Tak þennan bikar af minni hendi, fullan af reiðinnar víni, og skenk öllu fólki þar út af til hvers að eg senda þig so að þeir drukki, detti og drukknir verði fyrir því sverði sem eg vil senda á meðal þeirra. Og eg tók bikarinn af hendi Drottins og skenkti öllu fólki til hvers að Drottinn sendi mig, einkum se er Jerúsalem og borgirnar Júda, þeirra konungar og höfðingjar, svo að þeir skulu í eyði og niðurbrotnir liggja og vera svo ein háðung og bölvan svo sem að það er enn þennan dag.

Og einnin pharaone konunginum í Egyptalandi með hans þénurum og höfðingjum og öllu hans fólki, öllum löndum í mót vestrinu, öllum konungum í landinu Ús, öllum konungum í Palestinalandi, með Askalon, Gasa, Askaron og þeir sem eftir eru í Asdód, þeim af Edóm, þeim af Móab, þeim sonum Amón, öllum konungum til Tyro, öllum konungum í Sidon, þeim konungunum í eyjun hinumegin hafsins, þeim af Dedan, þeim af Tema, þeim af Bús og öllum höfðingjum í því takmarkinu, aullum konungum í Arabia, öllum konungum mót vestrinu sem búa í eyðimörkinni, öllum konungum í Simrí, öllum konungum í Elam, öllum konungum í Meden, öllum konungum mót norðrinu, bæði nærri og fjærri, so einum sem öðrum, og öllum konungunum þeim sem á jarðríki eru og einnin konungurinn [ Sesak skal drekka eftir þessa.

Og seg þú til þeirra: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Drekkið so að þér verðið drukknir, spýið og fallið niður og réttið yður ei upp aftur fyrir sverðinu því sem eg vil senda á meðal yðar. Og ef þeir vilja ekki taka við bikarnum af þinni hönd og drekka þá seg þú til þeirra: So segir Drottinn Sebaót: Nú skulu þér drekka. Því að sjá þú, eg vil upphefja að plága í þessum stað sem að nefndur er eftir mínu nafni og skyldu þér óstraffaðir vera? Þér skuluð ekki óstraffaðir vera því að eg kalla sverðið yfir alla þá sem búa á jörðu, segir Drottinn Sebaót.

Og þú skalt spá þeim öll þessi orð og segðu til þeirra: Drottinn mun grenja af hæðunum og láta heyra sína reiðarþrumu af sínum heilaga bústað. Hann mun grenja yfir sinni hjörð, hann mun syngja eitt kvæði so sem þeir eð vínþrúguna troða yfir öllum innbyggjendum landsins, hver hljóð heyrast munu allt til veraldarinnar enda. Drottinn hann hefur kærumál við heiðingjana og vill halda dóm við allt hold, hann mun yfirgefa hina óguðlegu undir sverðið, segir Drottinn. [

So segir Drottinn Sebaót: Sjá þú, þar mun koma plága frá einu fólki til annars og eitt mikið stormviðri mun uppvakið verða í frá síðunni landsins. Þá munu þeir sem slegnir eru af Drottni á þeim sama tíma liggja í frá einum jarðarendanum allt til eins annars endans so að eigi skul þeir harmaðir vera, eigi í burt teknir né jarðaðir heldur skulu þeir á vígvöllunum liggja og að óhreinindum verða.

Ýlið nú, þér hirðarar, og hrópið og veltið yður í ösku, þér voldugir, yfir hjörðinni! Því að sá tími er kominn að þér skuluð slátrast og sundudreifðir verða og í sundurbrjótast sem eitt kostulegt ker og hirðararnir skulu ekki umflúið geta og hinir voldugu yfir hjörðinni skulu ekki kunna undan að komast. Þá munu hirðararnir hátt hrópa og hinir voldugu yfir hjörðunni munu æpa það Drottinn hefur so í eyði lagt þeirra hagalendi og þeirra engjar sem stóð með blóma eru fordjarfaðar af grimmlegri reiði Drottins. Hann hefur yfirgefið sína tjaldbúð sem eitt ungt león og þeirra land er svo í eyðilagt af víkingsins þunglegri heift og af hans grimmdarfullu reiði.