CXIIII.

Þá Ísrael útfór af Egyptalandi, húsið Jakob í burt frá því framanda fólki [

þá varð Júda hans helgidómur, Ísrael hans megtarveldi.

Sjávarhafið sá það og flýði, Jórdan hún sneri á bak aftur.

Fjöllin stukku upp sem sauðir og hálsarnir svo sem lömbin sauðanna.

Hvað var þér, þú sjávarhaf, að þú so í burt flýðir og þér, Jórdan, það þú snerist so bak þér aftur,

yður fjöllum, að þér stukkuð upp sem sauðir og þér hálsarnir so sem lömbin sauðanna?

Fyri Drottni þá hristist jörðin, fyrir augliti Guðs Jakob

hver eð hellubjarginu umsnýr í stöðuvötn og steinbjörgunum í vatsbrunna.