XLVIII.

Á móti Móab, segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels, so: [ Vei þeim staðnum Nebó því að hann er í eyði lagður og er herfilegana til reika! Kirjataím er unnin, sá kastalinn stendur aumlegana og er niðurrifinn. Það traustarkappið Móab er úti sem hann hafði á Hesbon því að þar hugsast nokkuð vont á móti honum, einkum sem er: „Komið, vér viljum afmá þá svo að þar skulu ei vera neitt fólk meir!“ Og þú, Madmen, skalt einnin fordjörfuð verða, sverðið skal koma á bak til við þig. Menn heyra eitt háreysti í Hórónaím af foreyðslunni og mikilli eymd. Móab er í hel sleginn, þeir heyra hans ungmenni kalla hátt. Því að þeir ganga grátandi á veginum upp til Lúhít og óvinirnir heyra eitt aumlegt hljóð á þeim veginum ofan frá Hórónaím sem er þetta: „Hafið yður í burt og forðið yðar lífi!“ En þú munt verða so sem það lyngið á eyðimörkinni.

Þar fyrir að þú treystir upp á þína bygging og á þína fésjóðu þá skaltu unnin verða. Og [ Kamos hann hlýtur og hertekinn í burt að fara með sínum prestum og höfðingjum. Því að sá foreyðslumaðurinn skal koma yfir alla staðina svo að þar skal ekki einn staður undan ganga. Þar skulu bæði dalirnir fordjarfast og sléttlendið foreytt verða það Drottinn hefur sagt það.

Gefið Móab fjaðrir, hann skal út ganga sem að flygi hann, hans staðir skulu í eyði leggjast so að enginn skal búa í þeim. Bölvaður sé sá sem sviksamlega gjörir verkið Drottins. Bölvaður sé sá sem fyrirbýður sínu sverði að úthella blóðinu.

Móab hefur verið athugalaus í frá barndómi sínum og legið kyrr á sinni dregg og aldreigi útsteypt verið úr öðru kerinu í annað og hans ilmur ekki umskiptilegur orðið.

Þar fyrir sjá þú, segir Drottinn, að sá tími skal lkoma að eg vil senda þeim þá burtberendur sem þá skulu burt bera og tæma þeirra keröld og í sundurbrjóta þeirra legla. Og Móab skal til skammar verða yfir Kamos líka so sem það Ísraels hús er til skammar orðið yfir Betel á hvert eð þeir treystu.

Hvernin dirfist þér að segja: „Vér erum hetjur og réttir stríðsmenn“? Með því þó að Móab skal foreyðast og upp skal stígið vera í hans borgir og þeirra hinir útvöldu, köskustu karlmenn skulu hljóta ofan ganga til höggstokksins, segir sá konungurinn sem heitir Drottinn Sebaót. [ Því að ólukkan Móab mun bráðleg koma og hans ógæfa hún flýtir sér mjög. Kæri, sjáið þó aumur á honum, þér sem búið í kringum hann og hans nafn þekkið og segið: „Hvernin er sá hinn öflugi vöndurinn og sá hinn dýrðarlegi stafurinn í sundur brotinn?“

Stígðu niður frá þinni vegsemd, þú dótturin sem býr í Díbon, og sit í þosta. Því að sá fordjarfarinn Móab mun koma upp þangað til þín og ofanrífa þína kastala. Gakk þú fram á veginn og sjá til, þú sem býr í Aróer, spyr þú þá að sem þar flýja og undan hlaupa og seg þú: „Hversu gengur það til?“ Aví, Móab er fordjarfaður og í eyði lagður! Ýlið og æpið, kunngjörið það í Arnon að Móab er í eyði lagður! Refsingin er gengin yfir það slétta landið sem er yfir Hólon, Jahsa, Mefaat, Díbon, Nebó, Bet, Díblataím, Kirjataím, Bet Gamúl, Bet Meon, Kirjot Basra og yfir alla staðina í landinu Móab hvort þeir liggja fjærri eða nærri. [ Það hornið Móab er afhöggvið og hans armleggur í sundurbrotinn, segir Drottinn.

Gjör þú hann drukkinn (því að hann hóf sig á móti Drottni) so að hann spýi og núi sínum höndum til samans so að hann verði einnin til háðungar. Því að Ísrael hefur hlotið að vera þitt athlægi so sem að hefði hann verið fundinn á meðal þjófa. Og með því að þú talaðir þvílíkt á móti honum þá skaltu og einnin í burt. Og þér innbyggjarar í Móab, yfirgefið staðina og búið í hellunum og gjörið so sem dúfurnar þær eð gjöra sér hreiður í þeim djúpu holunum.

Alla tíma hefur sagt verið af hinum ríkiláta Móab það hann sé mjög ríkilátur, dramsamur, ofstopafullur, sérlátur, forsugur, en Drottinn segir: Eg þekki vel hans reiði að hann orkar eigi so miklu og hann ásetur sér meira að gjöra en hans máttur er til. [ Þar fyrir hlýt eg að gráta yfir Móab og kalla út yfir allan Móab og harm bera fyrir því fólkinu í Kír Heres. Eg hlýt og að gráta yfir þér, Jaeser, þú vínviðurinn í Síbma, því að þínir vínviðarkvistir eru farnir yfir um hafið og komnir allt til þess sjávarhafsins Jaeser, sá fordjarfarinn er innfallinn í þína haustvinnu og í þína vínyrkju. Gleðin og frygðin er í burtu af akrinum og af því landinu Móab og þeir skulu ei neitt vín meir troða þar. Hann sem vínberin í sundurtreður skal ekki meir kveða þar sína vísu vegna þess herópsins í Hesbon inn til Eleale hvert eð hljóðar inn til Jaksa frá Sóar, þeirri þrevetri [ kýrinni, inn til Hórónaím því að þau vötnin Nimrí skulu einnin upp þurrkast.

Og Drottinn segir: þar með vil eg gjöra einn enda með Móab svo að þeir skulu ekki lengur offra þar á upphæðunum og bera reykelsið fyrir sínum guði. Þar fyrir gellur mitt hjarta yfir Móab sem einn herlúður og yfir því fólkinu í Kír Heres hljóðar mitt hjarta sem tramet því að þeir gjörðu formikið þar út af, hvar fyrir að þeir skulu í eyðileggjast. Öll höfuð skulu sköllótt vera og öll skegg skulu afrökuð, allar hendur skulu í sundurklórast og hver maður skal klæða sig í sekk og þeir skulu gráta og kveina allavegana í Móab, bæði á strætunum, í húsunum og á ræfrunum. Því að eg hefi í sundurslegið Móab svo sem eitt herfilegt kerald, segir Drottinn. Og hversu hann er fordjarfaður, hversu aumlegana þá gráta þeir, hversu skammarlega þá niðurhengja þeir höfuðin og Móab er vorðinn til háðungar og til skelfingar öllum þeim sem búa í kringum hann!

Því að so segir Drottinn: Sjá þú, hann flýgur fram sem ein örn og útbreiðir sína vængi yfir Móab. [ Kíreat er unnin og þeir hinir sterku staðirnir eru innteknir og þau hjörtun þeirra kappanna í Móab skulu vera á þeim sama tíma svo sem konuhjarta í barnsótt. Því að Móab skal afmáð verða so að hann skal ekki neitt fólk meir vera þar fyrir að hann hefur upphafið sig á móti Drottni. Hræðsla, grafir og snörur koma yfir þig, þú sem býr í Móab, segir Drottinn. Hver sem umflýr hræðsluna hann mun falla í gröfina og hver sem kemst úr gröfinni hann mun veiddur verða í snörunni. Því að eg vil láta eitt þeirra vitjunarár koma yfir landið Móab, segir Drottinn.

Þeir sem úr slaginu flýja munu leita sér hjálpar í Hesbon en þar skal einn eldur útganga af Hesbon og einn logi af Síhon hver eð foreyðir því stríðsfólkinu og þeim landsálfum í Móab. Vei þér, Móab! Það Kamosfólk er fortapað! Því að þeir hafa tekið þína syni og dætur og herleidda í burt flutt. En eg vil snúa herleiðingunni Móab á þeim eftirkomandi tímum, segir Drottinn. Þetta sé sagt af þeirri refsingunni yfir Móab.