Prophetinn Micheas

I.

Þetta er það orð Drottins sem skeði til Micheas af Maresa á dögum Jótam, Akas og Ezechias Gyðingakónga, hvað hann sá yfir Samaria og Jerúsalem. [

Heyrið, allar þjóðir, og landið gaumgæfi og allt það sem þar er inni því að Drottinn Guð hefur nokkuð að tala við yður, já Drottinn af sínu heilögu musteri. Því að sjáið, Drottinn mun út fara af sínu takmarki og fara ofan og ganga um hæðirnar í landinu so að fjöllin skulu bráðna undir honum og dalirnir í sundurklofna líka sem vax bráðnar fyrir eldi eða sem vatn það sem strítt fellur. Þetta allt saman fyrir Jakobs yfirtroðslu skuld og sökum synda þeirra af húsi Ísraels. [

En hver er Jakobs synd? Er það ekki Samaria? Og hverjar eru Júda hæðir? Er það ekki Jerúsalem? Og eg vil gjöra Samaria að einni grjóthrúgu í markinni so sem menn hlaða upp í kringum víngarðana og eg vil velta hennar steinum í dalinn og niðurbrjóta í grunn. Allir hennar afguðir skulu í sundur brjótast og öll hennar hórulaun skulu brennast með eldi og eg vil í eyði leggja öll hennar bílæti því að þau eru samansöfnuð af hórulaunum og þau skulu aftur verða að hórulaunum.

Þar fyrir hlýt eg að gráta og veina. Eg má ganga sviptur klæðum og nakinn, eg má syrgja sem dreki og ýla sem strússfugl. Því þar eru engin ráð til þeirrar plágu sem komin er allt að Júda og skal taka til alls míns fólks, til portdyranna í Jerúsalem. Kunngjörið það þó ekki í Gat, látið ekki heyra yðvarn grát heldur farið í yðar sorgarhús og sitjið þar í ösku. Þú inn fagri staður skalt niðurfalla með allri skömm. Þeir innbyggjarar í Jaenam skulu ekki útfara sökum sorgar þeirra næstu húsanna. Hann skal taka það frá yður þegar hann leggur sig þar. Sá sorgfulli staður getur ekki huggað sig því ólukkan skal koma frá Drottni og so til portanna í Jerúsalem. Þú Lakísstaður, bú þú til hesta og vagna og flý þar frá því þú ert Síonsdóttir upphaf til synda og Ísraels yfirtroðslur eru fundnar í þér. Þú skalt fangarana útgefa so vel sem Gat. Staðurinn Aksíb skal finna það með Israeliskóngum, eg vil færa þann rétta arf til þín, Maresa, og Ísraelsskraut skal koma til Adúllam. Lát af þér raka hárið og gakktu sköllóttur yfir þínum fríðum börnum. Gjör þú þig með öllu sköllótta sem ein örn því þeir eru færðir fangaðir frá þér.