Annar partur S. Lucas guðsspjalla

sem er út af postulanna gjörningum

I.

Hinn fyrra bókmála gjörði eg að sönnu um allt það, þú Theophile, sem Jesús hóf upp að gjöra og læra allt til þess dags er han varð uppnuminn eftir því hann hafði fyrir heilagan anda kunngjört postulunum, hverja hann hafði útvalið, þeim er hann tjáði og sjálfan sig lifanda eftir písl sína í margháttuðum auðsýningum og lét þá sjá sig um fjörutigu daga, talandi fyrir þeim af Guðs ríki. Og sem hann hafði þá samansafnað bauð hann þeim að þeir færi eigi út af Jerúsalem heldur að þeir skyldu eftirbíða fyrirheiti föðursins „sem þér“, sagði hann, „hafið af mér heyrt. [ Því að sannlega skírði Jóhannes með vatni en þér skuluð með heilögum anda skírðir verða eigi langt eftir þessa daga.“

En þeir sem þar voru til samans komnir spurðu hann að og sögðu: [ „Herra, viltu nú á þessum tíma upprétta Ísraelsríki?“ En hann sagði til þeirra: „Það er eigi yðart að vita stundir eður punkta tímanna hverja faðirinn setti í sjálfs síns valdi heldur munu þér öðlast kraft heilags anda þess er yfir yður mun koma. Og þér skuluð mínir vottar vera til Jerúsalem og í öllu Judea og Samaria og allt til ins yðsta jarðarenda.“

Og er hann hafði þetta sagt var hann þeim ásjáöndum uppnuminn og skýið tók hann upp í burt frá þeirra augum. [ Og er þeir horfðu upp eftir honum til himins uppfaranda, sjá, að tveir menn stóðu hjá þeim í hvítum klæðum hverjir og sögðu: „Þér menn út af Galilea, til hvers standi þér og horfið upp í himininn? Þessi Jesús sem uppnuminn er til himins mun koma líka so sem þér sáuð hann til himins upp fara.“

Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem af fjallinu því sem kallaðist [ Viðsmjörviðarfjall, hvert eð í burt frá Jerúsalem er nær [ þvottdagsgöngu. Og er þeir komu inn gengu þeir upp í þann sal hvar eð vanir voru að vera Petrus og Jacobus, Jóhannes, Andreas, Philippus, Tómas, Barthalameus og Matteus, Jacobus Alphei, Símon Zelotes og Júdas Jacobus bróðir. Þessir voru allir með einum huga stöðugir í bæn og ákalli með kvinnunum og með Maríu móðir Jesú og hans bræðrum.

Og á þeim dögum stóð upp Pétur á milli lærisveinanna og sagði (en flokkur þeirra manna er þar voru til samans komnir var nærri tuttugu og hundrað): [ „Þér menn og bræður, þeirri Ritningu byrjaði upp að fyllast hverja eð heilagur andi áður fyrri sagði fyrir munn Davíðs út af Juda, hver eð var þeirra leiðtogari er Jesúm höndluðu: Sá er og talinn var meður oss og honum hlotnaðist hlutdeild þessa vors embættis. Hann hefir að sönnu útvegað akurinn fyrir ranglætisins verðaura og hengdi sig sjálfan uppi og er í miðju sundur í tvo hluti brostinn og hans innyfli eru og öll úthlaupin og það er öllum kunnigt vorðið þeim er í Jerúsalem byggja so að sami akur er kallaður á þeirra tungu Hakeldama, það er Blóðakur.

Því að so er skrifað í Sálmabókinni: [ Hans setur skal í eyði verða og eigi sé sá nokkur og þar inni byggir og hans biskupsdóm meðtaki annar. Fyrir því hæfir það að af þeim mönnum sem alla tíma hafa í bland oss verið frá því er Drottinn Jesús tók að ganga út og inn vor á milli, uppbyrjandi í frá skírn Johannis allt til þess dags er hann var uppnuminn í frá oss, að einn af þeim verði vottur hans upprisu meður oss.“

Og þeir settu til tvo, Jósef þann er hét Barsabas, að viðurnefni Just, og Matthiam, báðu og sögðu: „Þú Drottinn sem veist allra manna hjörtu, sýn hvern þú útvelur af þessum tveimur so að einn meðtaki það þjónusturúm og postulegt embætti í frá hverju Júdas er affallinn það hann burt færi í sinn stað.“ Og þeir lögðu hluti yfir þá. Hluturinn féll yfir Matthiam og hann var reiknaður í tölu þeirra ellefu postula. [