IIII.

Sálmur Davíðs [ fyrir að syngja upp á strengjaleikahljóðfæri.

Bænheyr þú mig þá eg kalla á þig, Guð, mitt réttlæti, sá eð mér huggun veitir í harmkvælingunni, miskunna þú mér og heyr mína bæn.

Þér herrar, hversu lengi skal mín [ dýrð löstuð verða? Hvar fyrir elski þér hégómann og lygarnar so gjarna? Sela.

Viðurkennið þó að Drottinn breytir undarlega við sína heilaga, Drottinn bænheyrir mig þá eg ákalla hann.

Ef þér reiðist þá syndgið ekki, talið við yðar hjörtu í yðar hvílurúmum og [ bíðið.

Fórnfærið offur réttlætisins og vonið á Drottin.

Margir segja: „Hvernin skal þessi oss sýna hið góða?“ En þú, Drottinn, upphef þú yfir oss [ ljós þíns andlits.

Þú gefur gleði mínu hjarta þótt það hinir aðrir hafi gnægð bæði af víni og korni.

Eg ligg og sef með öllu í friði því að þú, Drottinn, alleinasta hjálpar mér það eg óttalaus byggi.