Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Seg þú Ísraelssonum: Hvör á meðal Ísraelssona eða einn framandi sem býr í bland Ísrael og gefur [ Mólek af sínu [ sæði, hann skal vissilega deyja. [ Fólkið í landinu skal grýta hann í hel. Og ég vil setja mitt auglit í mót soddan manni og uppræta hann frá sínu fólki, þar fyrir að hann gaf Mólek af sínu sæði og gjörði óhreinan minn helgidóm og vanhelgaði mitt heilaga nafn. En ef fólkið í landinu sér í gegnum fingurnar með svoddan manni sem Mólek gefur af sínu sæði og vill ekki slá hann í hel, þá vil ég þó setja mitt auglit í móti þeim sama manni og í gegn hans ætt og ég vil afmá hann frá hans fólki og so þá alla sem framið hafa hórdóm eftir honum með Mólek.

Nær ein sál snýr sér til spásagnara eða þeirra sem teikn útleggja og hún hórast eftir þeim, þá vil ég setja mitt auglit í gegn þeirri sömu sál og afmá hana frá sínu fólki. Þar fyrir gjörið yður heilaga og veirð heilagir, því að ég er Drottinn yðar Guð. Og haldið mína setninga og gjörið þá, því ég er Drottinn sem yður gjörir heilaga.

Hvör sem bölvar sínum föður eða sinni móður, hann skal dauða deyja, hans blóð sé yfir honum, því hann bölvaði sínum föður eður móður.

Hvör sem hórast með annars manns kvinnu, hann skal dauða deyja, bæði hórkarlinn og so hórkonan, þar fyrir að hann drýgði hór með síns náungs kvinnu.

Ef nokkur liggur með eiginkonu síns föðurs og hefur so opinberað síns föður ljótleika, þá skulu þau bæði dauða deyja, þeirra blóð sé yfir þeim.

Ef nokkur liggur hjá einum kallmanni so sem hjá eirni konu, þeir hafa gjört eina svívirðilega skömm og skulu báðir dauða deyja, þeirra blóð sé yfir þeim.

Ef nokkur liggur með sinni sonarkvinnu, þá skulu þau bæði deyja, því þau hafa framið eina skömm, þeirra blóð sé yfir þeim.

Ef nokkur liggur með einni kvinnu og so með hennar móðir, hann hefur framið eina skömm og hann skal brennast í eldi og þau bauði, svo þar verði ei slíkur glæpur á meðal yðar.

Ef einhvör samblandast fénaði þá skal hann vissilega deyja og gripurinn skal drepast.

Ef kvinna samlagar sig nokkru kvikindi svo að hún hefur samræði með því, hana skalt þú deyða og svo kvikindið með, þau skulu dauða deyja og þeirra blóð sé yfir þeim.

Ef nokkur tekur sína systir, síns föðurs dóttir, eða sinnar móður dóttir, og sér hennar lýti og so hún hans lýti, það er ein blóðskömm. Þau skulu líflátast fyrir fólkinu, því hann opinberaði sinnar systur ljótleika. Hann skal bera sinn misgjörning.

Ef nokkur maður liggur hjá eirni kvinnu, þá hún hefur sinn kvenlegan krankleika, og opinberar hennar ljótleika og opnar hennar brunn og hún lætur upp sinn blóðfalls brunn, þau skulu bæði afmást frá sínu fólki.

Þú skalt ekki opinbera ljótleika þinnar móðursystir eða þinnar föðursystur því slíkur maður hefur opinbert gjört lýti sinnar nánustu frændkonu og þau skulu bera sinn misgjörning.

Ef nokkur leggst með síns föðurs bróðurs eiginkonu, hann hefur opinberað lýti síns föðurs bróður. Þau skulu bera sína synd og deyja barnlaus.

Ef nokkur tekur síns bróðurs kvinnu, það er eitt skemmdarverk. Þau skulu vera án barna, því hann opinberaði síns bróðurs lýti.

So haldið nú alla mína setninga og mína dóma og gjörið þar eftir, uppá það að landið skuli ekki útskyrpa yður, í hvört ég vil innleiða yður, svo að þér búið þar inni. Og gangið ekki í setningum heiðingjanna hverja ég vil útreka fyrir yður, því að allt soddan hafa þeir gjört og mér er andstyggð á þeim.

En ég segi yður: Þér skuluð eignast þeirra land, því ég vil gefa yður eitt land til erfðar, hvört að flýtur í mjólk og hunangi. Ég er Drottinn yðar Guð, sem yður hefur skilið frá öðrum þjóðum so þér skuluð og skilja það hreina kvikindi frá því óhreina og óhreina fugla frá þeim hreinu og þér saurgið ekki yðar sálir á kvikindum, á fuglum og á því nökkru sem skríður á jörðunni, hvört að ég hefi skilið frá yður að það skuli vera óhreint. Þar fyrir skulu þér vera mér heilagir, því ég, Drottinn, em heilagur, sem yður hefur skilið frá öðrum þjóðum að þér skuluð vera mínir.

Þá nokkur maður eður kvinna fremur [ spásagnir eða teiknaútleggingar, þau skulu dauða deyja og skulu grýtast í hel, þeirra blóð sé yfir þeim.“