Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu og seg þú til þeirra: Ég er Drottinn yðar Guð. Þér skuluð ekkert gjöra eftir Egyptalands gjörningum þar sem þér bjugguð, ekki heldur eftir Kanaanslands gjörningum þar sem ég vil innleiða yður. Þér skuluð og ekki halda yður eftir þeirra setningum, heldur skuluð þér halda yður eftir mínum dómum, og mína setninga skulu þér halda, að þér gangið í þeim. Því að ég er Drottinn yðar Guð. Þar fyrir skulu þér og halda mína skikkan og mína dóma. Því hvör manna sem það gjörir, hann skal lifa þar af. Því að ég er Drottinn.

Enginn maður skal ganga til sinnar nánustu ættar að opinbera hennar ljótleik. Því ég er Drottinn. Þú skalt ekki opinbera þíns föðurs eða þinnar móður ljótleik. Hún er þín móðir, þar fyrir skaltu ekki opinbera hennar ljótleik. [ Þú skalt ekki opinbera ljótleik þinnar föður kvinnu, því það er ljótleiki þíns föðurs. Þú skalt ekki opinbera ljótleik þinnar systur, sem er þíns föðurs eða þinnar móður dóttir, hvor heldur hún er fædd heima eða annarsstaðar. Þú skalt ekki opinbera ljótleik þinnar sonardóttur eður þinnar dótturdóttir, því það er þinn ljótleiki. Þú skalt ekki opinbera ljótleika þinnar stjúpmóðurdóttur sem er fædd af þínum föður og er þín systir. Þú skalt ekki opinbera ljótleika þinnar föðursystur, því hún er nánust þínum föður. Þú skalt ekki opinbera þinnar móðursystir ljótleika, því hún er skyldust þinni móður.

Þú skalt ekki opinbera ljótleika þíns föðurbróðurs so þú takir hans kvinnu, því hún er þín sifkona. [ Þú skalt ekki opinbera ljótleika þinnar sonarkonu, því hún er þíns sonar kvinna, þar fyrir skalt [ ekki opinbera hennar ljótleika. Þú skalt ekki opinbera ljótleika þinnar bróðurs kvinnu, því það er þíns bróðurs ljótleiki. Þú skalt ekki opinbera hans kvinnu, eigi heldur hennar dóttur ljótleika, ekki heldur hennar sonardóttur eður dótturdóttur ljótleika, því það er hennar næsta ætt og er skammarlegt. Þú skalt ekki taka þinnar kvinnu systir með henni og opinbera hennar ljótleika henni í móti þá stund sem hún enn lifir.

Þú skalt ekki ganga til nokkrar kvinnu nær hún hefur sinn sjúkdóm að opinbera hennar ljótleik í hennar óhreinleika.

Þú skalt og ekki liggja hjá kvinnu þíns náunga að hafa samræði með henni þér til saurgunar.

Þú skalt ekki gefa af þínu sæði til að brenna það fyrir Mólek so þú vanhelgir ekki þíns Guðs nafn. Því ég er Drottinn.

Þú skalt ekki liggja hjá einum kallmanni sem hjá eirni kvinnu, því það er svívirðilegt. Þú skalt og ekki samlagast nokkru kvikindi svo að þú saurgist af því. Og enginn kvinna skal samlaga sig nokkru dýri, því það er ein svívirðing.

Þér skuluð ekki saurga yður af nokkru þessu, því að heiðingjarnir hafa saurgað sig með þessu öllusaman, hverja að ég vil í burt reka fyrir yður, og landið er saurgað þar af. [ Og ég vil vitja þeirra synda yfir þá so að landið skal útskyrpa sínum innbyggjurum. Haldið þar fyrir minn setning og mína dóma og gjörið ekki neitt af þessum svívirðingum, hvort hann er heldur innbyggjari eður framandi hjá yður. Því þetta landsfólk sem var fyrir yður gjörði allar soddan svívirðingar og hafa þar með saurgað landið, so að landið ekki útskyrpi yður ef þér saurgið það, líka sem það útskyrpti heiðingjum sem þar voru fyrir yður. Því að hverjir sem gjöra nokkuð af þessum svívirðingum, þeirra sálir skulu afmást frá þeirra fólki. Haldið þar fyrir mínar skikkanir og gjörið ekki nokkuð af þessum andstyggilegum siðvenjum þeirra eð þar voru fyrir yður, að þér saurgið yður ekki þar með. Því ég er Drottinn yðar Guð.“