II.

Og Salómon ásetti sér að byggja Drottins nafni eitt hús og sínu kóngsríki eitt hús. [ Og hann aftaldi sjötígi þúsund manna til að bera byrðar og áttatígi þúsund steinhöggvara á fjallinu og þrjú þúsund og sex hundruð verkstjóra (sem settir voru) yfir þá.

Og Salómon sendi til Híram kóngsins í Tyro og lét segja honum: [ „Líka sem þú gjörðir við minn föður Davíð og þú sendir honum sedrusviðu að byggja sér sjálfum eitt hús í hverju hann bjó, svo gjör þú mér. Sjá, eg vil byggja Drottins míns Guðs nafni eitt hús hvert eð honum skal helgað verða að brenna fyrir honum sætan reykelsisilm og þau skoðunarbrauðin til að reiða og brennioffur á morna og kveld, á sabbatsdögum, á tunglkomuhátíðum og á Drottins vors Guðs hátíðum. Og það hús sem eg vil byggja skal vera stórt því að vor Guð er stærri en allir aðrir guðir. En hver mun það megna að byggja honum hús? Því að himinninn og allir himnanna himnar taka hann ekki. Hver em eg þá að eg muni honum hús byggja? Heldur eins kostar til þess að brenna fyrir honum reykelsi. [

Þar fyrir send mér nú einn hagleiksmann á allra handa arfiði, á gull, silfur, kopar, járn, skarlat, purpura, gult silki og sá sem kann að útgrafa með þeim högum mönnum sem hér eru hjá mér í Júda og Jerúsalem hverja minn faðir Davíð hefur tilfengið. Og send mér nú sedrustré, grenivið og [ hebentré af Líbanon. Því eg veit að þínir þénarar eru vel hagir á tré. Og sjá, mínir þénarar skulu vera með þínum þjónum so þeir höggvi mér viðu sem mesta því að það húsið sem eg vil byggja skal vera mikið og veglegt. Og sjá, eg vil gefa smiðunum, þínum þénurum, sem að trén höggva tuttugu þúsund coros hveiti og tuttugu þúsund coros byggs og tuttugu þúsund batha vín og tuttugu þúsund batha af viðsmjöri.“

Þá sagði Híram kóngur fyrir skrift og sendi til Salómon: „Fyrir því að Drottinn elskar sitt fólk þá hefur hann sett þig til kóngs yfir það.“ Og Híram sagði enn framar: „Lofaður sé Drottinn Israelis Guð hver eð skapað hefur himin og jörð að hann gaf Davíð kóngi einn vísan, hygginn og forstandigan son hver eð byggja skal Drottni eitt hús og sínu kóngsríki einn sal. Svo sendi eg nú þér einn vísan mann hver að hefur gott forstand, [ Híram Abíf, hver að er einnrar kvinnu son af dætrum Dan og hans faðir var af Tyro. Hann kann smíða gull, silfur, kopar, járn, stein, tré, skarlat, gult silki, lín, purpura og að útgrafa allra handa gröft, hvað sem mann setur honum fyrir með þínum smiðum og með kóng Davíðs míns herra, þíns föðurs, hagleiksmönnum. Því bið eg nú að minn herra sendi hveiti, bygg, viðsmjör og vín til sinna þénara svo sem hann hefur lofað, svo viljum vér höggva tré á Líbanon, svo mjög sem þaurf gjörist og vér viljum færa þau til sjávar í flota til Joppen. En þar frá máttu flytja þau til Jerúsalem.“

Og Salómon taldi alla framandi menn í Ísraelslandi eftir það að Davíð hans faðir hafði talið þá. Og þar fundust hundrað og fimmtígi þúsundir þrjú þúsund og sex hundruð. Og hann skikkaði sjötígi þúsund af þeim til að bera byrðar og áttatígi þúsund til að höggva steina á fjöllum og þrjár þúsundir og sex hundruð setti hann til verkstjóra að halda fólkinu til þjónustu.