VII.

Aví, mér gengur líka sem þeim manni sem eftirvinnu hefur í víngarði og finnur öngva vínþrúgu sér til matar og vildi þó gjarnan hafa fundið þann besta ávöxt! Það réttláta fólkið er í burt af þessu landi og þeir réttvísu eru ekki meir á meðal fólksins. Þeir umsitja allir blóð, hver vill veiða sinn bróður so hann megi fordjarfa hann og meina sig að gjöra vel þar út í nær þeir gjöra illa. Hvað höfðinginn vill það segir dómandinn so að hann gjöri honum enga þénustu aftur. Þeir sem magtina hafa ráða eftir sínum eigin vilja skaða að gjöra og beygja það hvert þeir vilja. Sá allra besti á meðal þeirra er líka sem þyrnir og sá ærlegasti er líka sem þistill. En nær dagur þinnar prédikunar kemur á hverjum þín skal vitjað verða, þá skulu þeir ekki vita hvað þeir skulu til gjöra.

Enginn trúi sínum náunga og enginn treysti á höfðingjana. Vakta þú dyr þíns munns fyrir þeim sem sefur í þínu fangi. Því sonurinn foraktar föðurinn, dótturin setur sig í móti móðurinni, sonarkonan á móti móður síns manns og mannsins óvinir er hans heimafólk. [

En eg vil líta til Drottins og bíða eftir hjálpræði míns Guðs. Minn Guð mun heyra mig. [

Gleð þig ekki, mín mótstöðukona, þó eg liggi þar fallin. Eg mun koma upp aftur og þó eg sæta enn í myrkri þá er þó Drottinn mitt ljós.

Eg vil bera reiði Drottins því eg hefi syndgast á móti honum þar til hann dæmir mína sök og skikkar mér rétt, hann skal leiða mig til [ ljóssins so eg sjái mína lyst í hans náð.

Mín mótstöðukona skal sjá það og standa með allri skömm, hver nú segir til mín: „Hvar er Drottinn þinn Guð?“ Mín augu skulu það sjá að hún skal niðurtroðast á strætinu svo sem saur.

En á þeim tíma skulu þínir múrar uppbyggjast og Guðs orð skal vítt útbreiðast. Og á þeim tíma skulu þeir af Assúr og af þeim styrkvum stöðum koma til þín, þeir frá þeim sterkum stöðum allt til Vatsins, frá einu hafi til annars, frá einu fjalli til annars. Því að landið skal verða í eyði fyrir sökum sinna innbyggjara og sökum ávaxtar þeirra verka.

En fæð þú þitt fólk með þínum staf, þína arfleifðarhjörð, sú að býr bæði í skóginum og upp á markinni. Lát þá fóðrast í Basan og Gíleað so sem í forðum tíð.

Eg vil láta þá sjá undarlega hluti líka sem á þeim tíma þá þeir drógu út af Egyptalandi að heiðingjarnir skulu það sjá og allir þeir inu voldugu skulu skammast sín og leggja hendur á sinn munn og halda fyrir sín eyru. Þeir skulu sleikja duft sem höggormar og liggja sem maðkar á jörðunni og skjálfa í sínum holum. Þeir skulu vera hræddir fyrir Drottni vorum Guði og óttast þig.

Hvar er soddan einn Guð sem þú ert, hver eð fyrirgefur syndirnar og forlætur misgjörningana þeim sem eftir eru af hans arfleifð? Hann framheldur ekki sinni reiði ævinlega því hann er miskunnsamur. Hann mun miskunna oss aftur að nýju og niðurtroða vora misgjörninga og kasta öllum vorum syndum í hafsins djúp. En þú munt halda þína trú við Jakob og við Abraham þína náð sem þú hefur svarið vorum forfeðrum fyrir langri ævi.

Ending prophetans Michee