LXX.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja minningar til

Flýt þér, Guð, að frelsa mig, skunda þú, Drottinn, mér til hjálpar.

Skammist sín og að skömm verði þeir eð sækja eftir minni sálu, þeir munu aftur á bak snúa og forsmáðir verða sem mér vilja til vonda.

Verði þeir til skammar aftur þeir sem þar kalla yfir mér: „Vel, vel!“

Fagni þeir og gleðjist í þér allir þeir sem að þér leita og þeir eð þitt hjálpræði elska og með jafnaði segja: „Háleitlega sé Guð lofaður!“

En eg em fátækur og aumur, Guð, flýt þú þér til mín því að þú ert minn hjálpari og lausnari, Drottinn, dvel þú ekki.