XIX.

Fylg ekki þínum vondum girndum heldur brjót þinn vilja. Því að ef þú fylgir þínum girndum so muntu þig sjálfan þínum óvinum gjöra að háði. [

Vertu enginn matsvelgur og ven þig ekki til drykkjusvalls so þú verðir eigi að þurfamanni og þegar þú öngva peninga í sjóð hefur hljótir þú með okri að meðtaka. [

Ofdrykkjusamur verkmaður verður ekki ríkur og sá eigi sér að litlu hann minnkar dag frá degi.

Vín og konur heimska hyggna menn og þeir sem samlaga sig skækjunum verða villtir og fá að launum motta og [ orma og visna upp öðrum mönnum til aumlegs eftirdæmis. [

Sá er snarlega trúir verður auðginntur og gjörir sjálfum sér skaða þá hann lætur sig so blekkja. [

Hver hann gleðst af því að hann kann [ skálkaraskap að fremja sá verður foraktaður en hver eð hatar slíka ónýta málskálpa sá heftir skaðann.

Heyrir þú nokkuð vont það seg ei eftir því að þögn gjörir þér eigi skaða. [ Þú skalt hverki segja það þínum vin né óvin og opinbera þú það ekki, kunnir þú það að gjöra fyrir utan vonda samvisku. Því að menn hlýða þér vel þar um og taka það til vara en hata þig þó sem áður.

Hafir þú nökkuð heyrt láttu það með þér deyja, svo hefur þú hæga samvisku. Því að þú munt ekki þar af í sundur bresta. En einn fávís maður brýst út líka sem tímabært barn út vill. Þegar eitt orð er fólgið í heimskum manni er það eins og þá pílan stendur í lærinu.

Tala þú til þíns náunga þar um. Má vel ske hann hafi það ekki gjört eða hafi hann það gjört að hann gjöri það ei oftar.

Tala þú til þíns náunga þar um. Má vel ske hann hafi það ei talað en hafi hann það talað að hann gjöri það ei oftar.

Tala við þinn vin þar um því mann lýgur gjarna á aðra menn og þar fyrir trú eigi öllu því þú heyrir. Einum sleppur oftsinnir orð og meinar hann þó eigi so. Því hver er sá sem eigi hrýtur eitt orð?

Tala við þinn náunga þar um fyrr en þú deilir við hann og hugsa upp á Guðs boðorð. Því að Guðs ótti gjörir að mann fer hyggilega fram um alla hluti og Guðs orð kennir klóklega að handtéra í allri sýslan.

Prettvísi er engin viska og óguðrækinna manna hrekkir eru engin hyggindi heldur er það vondskapur og skúrgoðavilla, heimska og fáviska.

Lítill klókskapur með Guðs ótta er betri en mikill klókskapur með Guðs foraktan.

Margur er hvassvitur og er þó skálkur og kann að snúa sökinni hvernin sem hann vill hafa hana. Sá sami skálkur kann að hengja niður höfuðið og djarflega til að líta hvað að þó er ekki utan falsið eitt. Hann lítur augunun niður og hlustar með skálkaeyrum og haldir þú öngva vakt á honum so mun hann þig yfir falla. Og þó hann sé magnlítill til að gjöra þér skaðann mun hann þig þó hvekkja þegar hann sér sér tíma til. Mann sér það á einum og sá sem skynsamur er tekur til vara manninn á hans yfirbragði. Því að hans klæðnaður, hlátur og gangur kasta hann upp.